fimmtudagur, apríl 29, 2004

SIGUR!

Mannsi spilaði vel í gær og sigraði steikurnar í F.C. Dragon 2-1 í miklum baráttuleik. Mannsi byrjaði betur og átti fjölmörg færi í fyrri hálfleik. Dragon komst hins vegar yfir með heppnismarki snemma í seinni hálfleik. Mannsi var þó ekki lengi að svara fyrir sig og skoraði Bimbi laglegt mark eftir góða sendingu frá Atla. Það var síðan Atli sem batt endahnútinn á þetta og skoraði glæsilegt sigurmark 10 mín fyrir leikslok eftir sendingu frá Kjartanelli. Í millitíðinni hafði Geiri nælt sér í gult spjald fyrir mjög snyrtilega sólartælingu á boltalausan markmann. Allir léku vel og Ármann skemmti sér einstaklega vel á kantinum. Maður leiksins var Davíð. Hann sýndi góðan og þroskaðan leik fyrir miðju varnar og það er greinilegt að hann er mikilvægur hlekkur í Mannsa. LIFI MANNSI!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim