Sigur!!
Sigur í fyrsta leik er betri en tap og þess vegna ákvað Mannsinn að vinna eitt stykki vatnaliljur. Mannsi komst yfir snemma leiks með stórkostlega fallegu marki frá Dabba eftir frekar slakt innkast frá Arnari. Þessi einstaklega slöku innköst Arnars voru stórhættuleg og sköpuðu mörg góð færi fyrir Mannsa. liljurnar skoruðu síðan tvö mörk í röð áður en Snilldin setti inn eitt af harðfylgi eftir skot Þórs sem átti viðkomu í varnarmanni. Eftir þetta tók við mikill spennukafli og fengu bæði lið nokkur færi. Atli skoraði síðan gott mark eftir að markvörður þeirra varði vel frá að mig minnir Kjarra. Siggi Palli kórónaði svo leikinn með góðu marki undir lokin og niðurstaðan varð 4-2 sigur Mannsa. Það sem einkenndi Mannsa var mikil og góð barátta allan leikinn og má þar sérstaklega nefna Selin sem átti nokkrar mikilvægar tæklingar í leiknum.
Móralskur Teitur verður líklega haldinn um helgina hjá Kjarra ef almennur áhugi er fyrir endilega kommentið á það og leikinn hér að neðan.
Ég minni á að ef menn vilja lýsa yfir vantrausti á fyrirliða liðsins mega þeir gera það skriflega á asgeirei@internet.is munnlegt vantraust er ekki tekið til greina.
LIFI MANNSI!!!
Sigur í fyrsta leik er betri en tap og þess vegna ákvað Mannsinn að vinna eitt stykki vatnaliljur. Mannsi komst yfir snemma leiks með stórkostlega fallegu marki frá Dabba eftir frekar slakt innkast frá Arnari. Þessi einstaklega slöku innköst Arnars voru stórhættuleg og sköpuðu mörg góð færi fyrir Mannsa. liljurnar skoruðu síðan tvö mörk í röð áður en Snilldin setti inn eitt af harðfylgi eftir skot Þórs sem átti viðkomu í varnarmanni. Eftir þetta tók við mikill spennukafli og fengu bæði lið nokkur færi. Atli skoraði síðan gott mark eftir að markvörður þeirra varði vel frá að mig minnir Kjarra. Siggi Palli kórónaði svo leikinn með góðu marki undir lokin og niðurstaðan varð 4-2 sigur Mannsa. Það sem einkenndi Mannsa var mikil og góð barátta allan leikinn og má þar sérstaklega nefna Selin sem átti nokkrar mikilvægar tæklingar í leiknum.
Móralskur Teitur verður líklega haldinn um helgina hjá Kjarra ef almennur áhugi er fyrir endilega kommentið á það og leikinn hér að neðan.
Ég minni á að ef menn vilja lýsa yfir vantrausti á fyrirliða liðsins mega þeir gera það skriflega á asgeirei@internet.is munnlegt vantraust er ekki tekið til greina.
LIFI MANNSI!!!

0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim