þriðjudagur, júní 27, 2006

Uppgjör fyrsta þriðjungs!

Þar sem ekkert hefur verið ritað um 5 fyrstu leiki tímabilsins verður það gert hér í einum rykk.

Fyrstu tveir leikir tímabilsins voru mjög slakir og þá sérstaklega Henson leikurinn. Töpuðust báðir 3-1. Bimbi og Siggi Þrastar með mörkin. Nenni ekki að skrifa meira um þá.

Atli og Sverrir komu inn í þriðja leikinn gegn Hjörleifi sem tapaðist einnig 3-1. Ekki nógu gott en hafa verður í huga að Hjörleifur hefur verið með bestu liðum í utandildinni undanfarin ár. Vorum yfir í hálfleik eftir mark frá Atla en sprungum á limminu í seinni hálfleik.

Fjórði leikurinn var gegn F.C. Keppnis og loksins unnum við. Haukur, Atli, Ásgeir, Kjarri og Davíð skoruðu. Ágætis leikur af okkar hálfu en hefðum þó getað gert betur.

Fimmti leikurinn var bikarleikur á móti Vatnsberum. Byrjuðum frekar illa en þegar menn fóru að róa sig aðeins niður og spila boltanum í lappirnar á mönnum fór þetta að ganga vel og við vorum að spila virkilega vel á köflum. Mörkin skoruðu Atli (2), Kjarri, Ármann og Arnar B. (hans fyrsta fyrir Mannsa).

Við höfum skorað 15 mörk sem er nokkuð gott en höfum aftur á móti líka fengið á okkur 15.

Við höfum misst Sigga og Dabba í meiðsl í þónokkurn tíma sem er ekki gott en vonandi fer MVP síðasta tímabils að skila sér aftur á klakann eftir stífar æfingabúðir í Kína.

Þeir leikmenn sem mér finnst hafa staðið uppúr í þessum leikjum er Atli sóknarlega og Siggi Þrastar varnarlega. En þetta er náttúrulega bara mín skoðun og endilega kommenta um það sem ykkur finnst.

LIFI MANNSI!!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim