sunnudagur, maí 29, 2005

Jafntefli!

Mannsinn gerði jafntefli við gúmmítöffarana í Reyni. Bimbinn kom Mannsanum yfir eftir tvítekna vítaspyrnu. Einstaklega vel gert. Svo skoruðu Reynismenn ljótt jöfnunarmark. Í seinni hálfleik var mikil barátta en inn vildi boltinn ekki og niðurstaðan var 1-1 jafntefli.

Ég útnefni Davíð Hlöðversson mann leiksins.

Nú er bara að gíra sig upp fyrir bikarleikinn næstkomandi sunnudag. Menn eru jafnvel að tala um æfingar og spilakvöld.

Endilega kommentið um leikinn og annað sem þið þurfið að koma frá ykkur.

LIFI MANNSI!!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim