sunnudagur, september 04, 2005

Fc Ice

Mannsi 4 - Fc Ice 2

Leik lokið og sigurganga mannsa heldur áfram. Leikurinn hófst með látum. Finnur stilti liðinu skynsamlega upp og voru menn staðráðnir í að nýta tækifærið sem þjálfarinn gaf. Mannsinn pressaði stíft og virtust ice menn ætla að sitja til baka og nýta skyndisóknir. Varnartaktík þeirra hélt þar til á 24 mínútu dró til tíðinda. Sverrir fékk boltann á vinstri helming vallarins og lýsti þessari sókn svo fyrir okkur:,, Já, ég tók hann niður, leit upp og náði góðum augnkontakt við bimba. Ég ákvað að gefa hann. Sendingin var bogadregin og hæg. Bimbi hafði mikinn tíma til að athafna sig. Bimbi skallar, og mark.''.
Markið kom eins og köld vatsgusa í andlit ice manna. Bimba ox ásmegin og greinilegt er að hann sækist eftir markakóngstitli mannsa sumarið 2005. Sælla minninga rændi Kjartanelli hann þeirri nafnbót síðasta sumar. Aðdragandi marks númer tvö var nokkuð óljós. Allavega afgreiddi bimbi boltann í netið. Þvílíkur náttúrutalent! Kobbi virtist eitthvað ókyrrast á bekknum, enda átti maðurinn stórkostlega frammistöðu í síðasta leik. Ætlaði einhver að ræna hann sviðsljósinu? Jafnvægi virtist komast á leikinn eftir þetta. Ice menn þéttu vörnina en á endanum átti hún eftir að kikna undir álaginu. Enginn annar en Torfi Jóns átti markið. Torfi, sem alltaf hefur þótt mjög greindur leikmaður, passaði sig á rangstöðutaktík ice manna. Tók skrefið aftur, sendingin kemur, bamm. Torfi Jónsson þrumar knettinum í netið. Ætlaði lýðurinn að tryllast, enda hefur liðsauka Torfa verið sárt saknað í sumar.

-hálfleikur-

Finnur þjálfari virtist ekki vera sáttur við leik mannsa í hálfleiksræðunni. Var mannsi að spila svona illa, eða var þjálfarinn að beita öfugri sálfræði. Hver veit!. Staðan var 3-0 og vissu menn ekki í hvorn fótinn þeir ættu að stíga. Siggi Steindórs sagðist hafa átt von á klappi á bakið, eða karamellu. En ekki þessu.
Aðferð Finns virkaði. Mannsi tók völdin og eitthvað virtist það fara í taugarnar á ice mönnum. Eitthvað var um pústra, en dómarinn hélt ágætlega utan um leikinn. Ice menn minnkuðu svo muninn með stórkostlegri hjólhestaspyrnu þegar líða tók á seinni hálfleik. Sibbi kom engum vörnum við, og verður þetta að teljast til glæsilegri marka sem sést hefur í utandeildinni. Mannsi stressaði sig ekki, og fiskaði Igor vítaspyrnu. Siggi Þrastar var búinn að panta vítaspyrnu þrem leikjum áður, svo hann steig á punktinn. Þar kom í ljós að fyrir leikinn hafði hann og frændi sinn hann Dabbi hlö ákveðið einhverskonar Thomas Brolin aukaspyrnuvítaspyrnu útfærslu á þessu. Siggi tikkar í boltann og brunar Dabbi inn í teig og þrykkir honum í netið. Þetta var víst bannað og markið dæmt af.
Síðasta mark manns skorar svo hver annar en Bimbi. Þrennan fullkomnuð. Ice menn minnka svo aftur muninn með skallamarki 3 mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 4-2 og mannsinn sáttur.

Einkunnagjöf:


Ármann Jónsson 7.4 virtist ekki komast í takt við leikinn
Arnar Björnsson 8.0 innköstin + sterkar hreinsanir gera hann að mikilvægum hlekk í liðinu
Arnar Kormákur Friðriksson 7.7 vinnuþjarkur
Ásgeir Einarsson 7.5 hefur oft spilað betur
Baldur Hrafn Gunnarsson 7.5 batnandi leikur
Davíð Örn Hlöðversson 7.2 spilaði fínt en fær mínus fyrir vítaspyrnuklúðrið
Elfar Hrafn Árnason 7.6 sterkur leikmaður
Finnbogi Haukur Axelsson 9.1 ótrúleg frammistaða
Hilmar Guðjónsson
8.0 tæklingar hægri vinstri. Harður í horn að taka
Igor Bjarni Kostic
7.8 skilar alltaf betri og betri vinnu. Fiskaði vítið
Jakob Þór S Jakobsson 7.4 framfaririr miklar. Tímasetningar á hlaupum góðar
Kári Helgason
7.5 jaxl
Sigurður Hjörtur Þrastarson
7.3 líður fyrir vítaspyrnuna
Sigurður Páll Steindórsson
7.5 hættulegur á 2. tempói
Sigurjón Ólafsson 8.3 sterkur í loftinu. Hefði mátt gera betur í öðru marki icemanna
Sverrir Bergsteinsson
7.9 skemmtilegur leikmaður
Torfi Stefán Jónsson 8.4 hvað er hægt að segja?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim