miðvikudagur, apríl 19, 2006

Sænskar fréttir


Sælir félagar

Gaman að lesa um gott gengi Mannsa upp á síðkastið og var glæsislegur sigur á FC-Dragon eflaust bara byrjunin á sigursælu sumri.
Héðan frá Svíþjóð er allt fínt að frétta, stífar æfingabúðir Thomas Ravellis eru senn á enda og er ég væntanlegur heim í byrjun júní, án efa í gríðarlegu formi.

Stjórn Mannsa hafði samband við mig áður en ég fór út og bað mig um að hafa augun opin gagnvart efnilegum sænskum leikmönnum og fá þá yfir í Mannsa. Eftir mikla leit þá fannst loksins hin fullkomni Mannsa leikmaður,
Tomas Brolin. Tomme eins ég kýs að kalla hann hefur lítið spilað fótbolta síðustu ár enda mikið að gera hjá honum í veitingahúsarekstri. Tomme á nóg af peningum og mun því spila kauplaust fyrir Mannsa, hann vill hinsvegar fá gúrme mat eftir leiki og svefnaðstöðu, það ætti ekki að vera mikið mál að redda því, einhverjir í liðinu farnir að búa þannig að þeir hýsa hann bara. Hann tók einnig fram að hann vildi ekki æfa, ég sagði að það væri lítið mál það sem það væri lítið um æfingar milli leikja.
Á myndinni hér til hliðar má sjá þegar samningar voru undirritaðir.
Tomme og ég munum væntanlega fljúga saman til Íslands í júní þannig að við sjáumst þá.
Hejdå

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim