fimmtudagur, júlí 17, 2008

Búið spil.


Nú er ljóst að Mannsinn mun enn eitt árið missa af úrslitakeppninni, en 2-1 tap á FC Míróslav gerði endanlega út um vonir liðsins. Erfitt er að halda því fram að liðið eigi betra skilið eftir að hafa spilað síðustu þrjá leiki og skorað einungis 1 mark en fengið á sig 8. Botninn einfaldlega dottinn úr þessu eftir góða frammistöðu fram eftir sumri.
Nenni svo sem ekki að fjalla mikið um leikinn sjálfan að öðru leyti en því að við spiluðum ágætis fótbolta mest allan leikinn og reyndum hvað við gátum að pressa og spila knettinum léttleikandi á milli okkar. Vandræði fyrir framan markið voru enn og aftur okkar akkíles hæll og ljóst að framlínumenn verða þar að taka á sig meginábyrgð. En það þýðir svo sem lítið að hringja í vælubílinn núna. Lítum frekar á björtu hliðarnar á þessu, sem felast fyrst og fremst í því að nú geta lismenn hrunið all svakalega í það um helgina án þess að fá samviskubit yfir því að mæta skítþunnir í leikinn á sunnudaginn (þ.e. svo lengi sem þeir mæta yfir höfuð, sem er að sjálfsögðu skylda eins og fyrri daginn).
Þá hefur einnig komið upp sú hugmynd að lokahóf Mannsa verði haldið föstudaginn eða laugardaginn 8./9. ágúst. Persónulega líst mér best á föstudaginn þar sem að það er sami dagurinn og síðasti leikurinn fer fram. Óneitanlega stemning að klára tímabilið með sigri og verða síðan Frank De Blekaðir eftir á með tilheyrandi venjum sem fylgja lokahófi Mannsans. Legg til að menn kjósi um dagsetningu hér í kommentum.
Ps. Heyrst hefur að ákveðinn liðsmaður hafi beilað á leikinn í gær til þess eins að spila ákveðið plebbasport sem felst í því að slá hvíta kúlu með kylfu (og er ég ekki að tala um hafnabolta). Ef svo reynist rétt, er að sjálfsögðu um alvarlegt mál að ræða og réttlætir refsiaðgerðir af hálfu stjórnar félagsins. Vonast er til að viðkomandi leikmaður útskýri hvernig mál er í raun að vexti til að forðast frekar dylgjur og sögusagnir innan liðsins.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim