mánudagur, júlí 14, 2008

Endurreisn eða FAIL!




Það er sorgleg staðreynd að Mannsinn er gjörsamlega búinn að drulla á sig í tveimur síðustu leikjum. Leikgleðin sem einkenndi leik liðsins fyrr í sumar var einhvers staðar víðs fjarri í báðum þessum leikjum og það virtist sem liðið í heild hefði sætt sig við tap eftir innan við 10 mínútur af leikjunum.


Þetta "klúður" hefur gert það að verkum að okkar eini séns til að komast í úrslitakeppnina felst í því að vinna þá leiki sem eftir eru, en þeir eru hugsanlega á móti þremur sterkustu liðunum í riðlinum. Því er eina ráðið að taka einn leik fyrir í einu og einbeita sér af fullum krafti að leiknum annað kvöld á móti FC Míróslav. Ekki veit ég hvort hér sé um að ræða eitthvert úrvalslið innflytjenda frá Króatíu, en hvað sem því líður þá munum við ekki sína þeim meiri virðingu en sígaunum á Ítalíu um þessar mundir. Mætum trylltir til leiks og þá ekki síst öskurtröllið hann Baldur, en hans hefur verið saknað sárt í undanförnum leikjum (ef þú ert að fljúga á morgun, hringdu þig þá inn veikan).


Þannig að spurningin er: "Ætlar þú að taka þátt í endurreisn Mannsa tímabilið 2008 á miðvikudaginn kemur?"
ATH: Samkvæmt síðunni okkar er leikurinn settur á þriðjudaginn 15. júlí (morgun) en samkvæmt carlsbergsíðunni er hann á miðvikudaginn 16. júlí. Hin síðari dagsetning hlýtur því að vera sú rétta.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim