mánudagur, maí 04, 2009

Skítaleikur

Loksins er ég kominn með aðgang að þessari skítsasíðu þar sem enginn þorir að segja hlutina eins og þeir eru. Þegar félagið var stofnað á vordögum ársins 2004 voru væntingarnar miklar, menn sýndu það líka um sumarið að þeir höfðu gaman af því að spila fótbolta. Börðust um hvern bolta og gáfust aldrei upp. Nú eru fimm ár liðin og Mannsamenn eru gjörsamlega áhugalausir.

Fyrsti leikur tímabilsins var skandall út í gegn. Ekki einn einasti leikmaður tilbúinn í þetta. Allir með hugann við hamborgara og franskar eftir leik. Á þessum fimm árum síðan félagið var stofnað hafa menn bætt á sig 5 kg að meðaltali og þá er ég ekki að tala um vöðva heldur viðbjóð. Hér á eftir fylgir leikgreining mín:

Mark: HJÁLP!!!! Bind miklar vonir við endurkomu Gísla, vona þó að hann sé ekki orðinn feitur eins og restin af liðinu. Gengur ekki að hafa sekki eins og Torfa og Geira þarna.

Vörn: Handónýtt drasl. Elli, Torfi, Benni, Gunni og Geiri allir jafn glataðir. Ekkert skipulag og enginn barátta.

Miðja: Höndlum greinilega ekki fyllerí fyrir leik lengur. Siggi slepptu því að mæta næst. Nenni ekki að eyða meiri púðri í þetta.

Sókn: Ekkert í gangi, enginn að skapa neitt. Tóti átti tvö mörk en sást ekkert þess á milli. Aðrir glataðir.

Að mínu mati er þetta búið. Við erum að fara að tapa hverjum einasta leik í sumar og ættum að leggja félagið niður að því loknu. Eini möguleikinn sem við höfum er að leita að innblæstri hjá bestu íþróttaþjóð í heimi. Ef við komumst í hálfkvisti við spretthörku Christine Arron, útsjónarsemi Jackson Richardsons og þokka Alain Bernard eigum við smá glætu á endurreisn. Ef menn hafa ekki vilja til að kynna sér þessa frábæru íþróttaþjóð nánar legg ég til algjöra uppgjöf. Hamborgara og franskar í hvert mál og sjálfsfróun í eftirrétt.

Ég mun kynna franska íþróttamenningu á knattspyrnuvelli Seltjarnarness á morgun (þriðjudag) klukkan 19.30. Hverjir mæta?

Kveðja,
Dr. Pussylover.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim