miðvikudagur, febrúar 10, 2010

Mannsafréttir - skráning í bolta 16 feb.

Undirbúningstímabil Mannsa er nú rúmlega hálfnað og hefur liðið sjaldan eða aldrei verið í betra standi. Framkvæmdastjórnin hefur ákveðið að halda sig við Carlsbergdeildina enda hefur Mannsi ekki verið þekktur fyrir að hlaupa frá hálfkláruðu verki. Sumarið 2010 förum við alla leið!
Burðarásarnir í liðinu munu spila áfram og ennfremur hafa ungir og efnilegir leikmenn sýnt klærnar í þriðjudagsboltanum. Þar má nefna Jón "Boom" Pétursson og sérstaklega Adda B sem hefur hreinlega farið hamförum í undanförnum leikjum. Brynjar sannaði gildi sitt í lokaleikjum mannsa á síðasta tímabili og mun áreiðanlega spila stærri rullu í sumar. Árni hefur sýnt skemmtilega takta og mun án efa raða inn mörkunum ef hann fær tækifæri til að sanna sig.
Þessi væri óskandi að Hemmi gæfi loksins kost á sér í deildarkeppnina.
Dr. Geiri mætti sýna meira commitment, kaupa sér mannsatreyju og spila í sumar.
Þetta er helst í fréttum af leikmönnum sem hafa leitað út fyrir landsteinana:
Kjartanelli er búinn að skrá sig á þjálfaranámskeið enda er hann á þeim stað á knattspyrnuferlinum.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim