mánudagur, maí 03, 2004

Atli á förum?

Samkvæmt óáreiðanlegum heimildum er talið að forráðamenn Real Madrid hafi ætlað að koma hingað til lands um síðustu helgi. Þar sem hvorki gengur né rekur hjá hinu stjörnuprýdda liði Madridar eru menn þar á bæ farnir að huga að leikmönnum fyrir næstu leiktíð. Talið er að þeir hafi haft augastað á hinum tvítuga og hárprúða Atla Guðbrandssyni leikmanni Mannsa FC . Samkvæmt spænska blaðinu La Marca er þó talið líklegt að kaupin á Atla hafi ekki verið til að styrkja leikmannahópinn sem slíkan heldur til að aðstoða leikmanninn David Beckham en meint ástarsamband hans og Rebeccu Loos þykja yfirmönnum Madridarliðsins ekki boða gott fyrir lokasprettinn í spænsku deildinni og vilja koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig í framtíðinni. Með þessu hefði Atla verið ætlað að fylla skarð breska landsliðsfyrirliðans í fjölmiðlum og þannig villa um fyrir fréttamönnum bresku og spænsku slúðurpressunar.
Þar sem Beckham breytti nýverið um hárgreiðslu frestaðist för Realmanna en þó er talið að Atli komi enn sterklega til greina skyldi Beckham taka upp fyrri greiðslu.
Ekki náðist í Atla vegna málsins en ljóst er að ef Atli skyldi fara frá MANNSA FC yrði það mikil blóðtaka fyrir þá en þeir æfa sig nú grimmt fyrir utandeildina í sumar og ætla sér stóra hluti.

Fréttastofa Mannsa

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim