miðvikudagur, maí 26, 2004

Sorg!

Mannsi tapar sínum fyrsta leik er FC Fist leggur hann að velli 3-4. Það vantaði nokkra menn og það sýndi sig einkum í varnarleiknum. Helgi Vífill kom þó sterkur inn og kom Mannsa yfir eftir tveggja mínútna leik. Mannsi komst meira að segja í 2-0 eftir stórglæsilegt mark frá Sigga Palla. Síðan koma vægast sagt slakur kafli þar sem Fistarar skoruðu 3 í röð þar af eitt heppnismark úr víti. Bubbi töff náði þó að jafna fyrir hálfleik. Seinni hálfleikur var ekki eins mikil markasúpa þrátt fyrir mörg færi hjá báðum liðum. Helgi Vífill klikkaði síðan úr víti og svo skoruðu Fistarar ólöglegt mark (rangstaða) sem þó var dæmt gilt. Mannsi átti síðan nokur færi fyrir leikslok en inn vildi hann ekki.
Maður leiksins: Sigurður Páll sem var ógnandi, spilaði boltanum vel og skoraði þar að auki stórglæsilegt mark. LIFI MANNSI!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim