mánudagur, maí 17, 2004

4-1

Eins og fyrr er greint frá var Mannsi að meta rústið í gær (kvót í Mannsa kóng). Leikurinn þótti gríðargóð skemmtun og varla þurrt kvenmannsklof í stúkunni enda einstaklega kynþokkafullir leikmenn í Mannsa sérstaklega einn Metrósexual nr. 99. Fyrri hálfleikurinn var grútleiðinlegur og öfunda ég þá áhorfendur sem komu í hálfleik því þá byrjaði stórskotahríðinn. Egill setti fyrsta markið eftir mikla baráttu inn í teig. Annað markið setti ákveðinn Finnbogi er hann fékk sendingu frá Balla. Síðan minnkuðu steikurnar muninn með heppnismarki og þá sagði Mannsi hingað og ekki lengra. Kjartan setti glæsilegt mark eftir hornspyrnu frá Geira. Hann missti sig þó aðeins í fagnaðarlátunum og fékk rautt spjald (haha) og er í leikbanni í næsta leik (haha). Ákveðinn Finnbogi lokaði síðan leiknum með mark eftir sendingu frá sófabananum. Varnarleikur Mannsa var það sem stóð uppúr annars frábæru liði. LIFI MANNSI!!

Myndir úr leiknum

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim