þriðjudagur, júlí 06, 2004

Loksins!!

Mannsi sýndi loksins sínar réttu hliðar og vann kóngana (vælukjóana) 4-1. Siggi opnaði flóðgáttirnar með marki snemma leiks og svo bætti Ármann við marki með ótrúlegri snúningsvippu yfir kúluna í markinu. Mannsi var mun meira með boltann og stjórnaði leiknum í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik var Mannsi hins vegar í vandræðum og náðu Kóngarnir að minnka muninn í 2-1. En þá skoraði Atli mjög mikilvægt mark eftir að hafa stungið sér inn fyrir rangstöðugildru Kónganna. Dabbi kórónaði síðan leikinn með stórkostlegu marki beint úr aukaspyrnu. Kóngarnir voru mjög prúðir og vældu yfir öllu sem gerðist í leiknum og hótuðu m.a. lífláti og beinbrotum. Ég mæli með því að þeir snúi sér að homma íþróttum eins og t.d. badmintoni LIFI MANNSI!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim