mánudagur, júní 06, 2005

Já!

Mannsi sigraði Metró með þremur mörkum gegn einu. Þór kom okkur yfir með góðu marki. Nýliðinn Igor kom svo Mannsanum í 2-0 með ótrúlegu sambamarki. Metrómenn minnkuðu svo muninn fyrir hálfleik. Þór átti þó góðan sprett á síðustu sekúndum leiksins, sólaði hálft Metróliðið og skaut í stöng. Sá rauðhærði var þó fljótur að kveikja á perunni og náði frákastinu og skoraði.

Ég vil nota tækifærið og þakka Metrómönnum fyrir drengilegan leik.

Menn voru að tala um að taka æfingu á þriðjudag klukkan 20:00. Látið vita hvort þið komist eða ekki.

LIFI MANNSI!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim