sunnudagur, apríl 23, 2006

Lýðræðisleg en jafnframt óbindandi kosning

Þar sem að menn virðast ekki á eitt sáttir um hvort að þiggja skuli liðsstyrk Halldórs er lítið annað í stöðunni en að kanna almennt álit mannsa manna um þetta álitaefni.

Samkvæmt óskráðum grundvallarreglum í stjórnskipun Mannsa sem enn eiga eftir að fá staðfestingu í fyrirhugaðri stjórnarskrá er ljóst að kosin stjórn (sem reyndar var ekki kosin) tekur lokaákvörðun um það hverjir skuli vera á leikskrá fyrir hvert tímabil. Við slíka ákvörðun er stjórninni hins vegar skylt að taka tillit til vilja og afstöðu annarra liðsmanna enda slíkt í samræmi við lýðræðislega stjórnarhætti.

Því legg ég til að hver einn og einasti liðsmaður sjái sér fært að greiða atkvæði um hvort að fjölga eigi í leikmannahópi eður ei. Þar sem að eigi er hægt að gæta kosningarreglna félagsins varðandi nafnleynd hér á síðunni vegna hættu á kosningasvindli verður tekinn upp sá háttur að menn senda stutta lína á kjartano@hi.is og láti í ljós álit sitt. Leyfilegt að er skila kjarnyrnti greinargerð með atkvæðinu. Ef menn eru ekki tölvu- eða póstvæddir er einnig hægt að senda atkvæði með sms-skilaboði í símanr. 696-7851. Slík atkvæði verða hins vegar staðfest af kosningarstjóra (i.e. mér) til að koma í veg fyrir ógildingu atkvæðis.

Enn og aftur tek ég hins vegar fram að úrslit kosninganna eru ekki bindandi er stjórnin tekur lokaákvörðun, en samkvæmt meginreglum um birtingu laga og stjórnvaldsákvarðana er henni skylt að birta ákvörðun sína í rökstuddum úrskurði á slóðinni www.mannsi.blogspot.com.

Hvet ég því alla til að nýta kosningarrétt sinn enda varðar þetta mikilvæga hagsmuni liðsins og mikilvægt að sátt fáist í málið.

Niðurstöður kosninganna verða svo birtar innan síðar á síðunni en telja verður að lágmarksþátttaka sé 50% til að kosningin geti haft verulegt vægi.

Kv. Lagaráð og stjórnarskrárnefnd Mannsa Fótboltafélags.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim