sunnudagur, júlí 08, 2007

Mannsi kominn í undanúrslit bikars

Mannsi kláraði leikinn í vítaspyrnukeppni eftir að leikar stóðu 1-1 í lok venjulegs leiktíma. Gullkálfurinn Ármann Jónsson átti þá happadrjúgu hugmynd að æfa vítaspyrnur í upphitun. Rjóminn af helstu skyttum Mannsa voru valdir með tilliti til nákvæmni, skotstyrks og stáltauga. Uppstyllingin var.. í stafrásröð: Balli, Bimbi, Himmi, Siggi Steindórs og Siggi Þrastar.

Siggi Steindórs sýndi að ,,kúbeins'' nafnbótin er engin tilviljun. Hann bauð sig fram til spyrna fyrstur og setti knöttin af 3 metra færi beint í netið. Næstur kom Balli og svo koll af kolli þar sem hver spyrnan var annarri öruggari.

Vendipunkturinn var síðan þegar varamarkvörður Mannsa Siggi Þrastar varði frá andstæðingunum. Bimbi innsiglaði sigurinn og farmiðinn í undanúrslitin var tryggður.

Næsti leikur eru undanúrslitin við Boot Camp Sunnudaginn 22. júlí kl 18:00(staðfest). Allgjör skyldumæting. Allir að mæta!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim