sunnudagur, maí 27, 2007

Glæsisigur 3-2 á KF Frómas í bikar

Maður leiksins: Combo!! Kári, Bimbi, Siggi Þrastar, Dabbi og Himmi!!... Það fer að styttast í að Orri komist í Mannsi All-star hall of fame. Elli kom sterkur inn. Hreint út sagt frábær sigur á liðinu sem margir telja vera það sterkasta í Carlsbergdeildinni. Búið er að draga í 16-liða úrslit sem verða leikinn næsta sunnudag, en það er við Vinningsliðið.

Næsti leikur er hins vegar við Byko elite á þriðjudaginn kl 20:00. Baldur og Ásgeir verða báðir erlendis svo útnefndur er Kjartanelli til að taka ábyrgð á fylla í lið. Kjartan er árvökull eins og uglan og þess vegna vel að þessu kominn. Ármann er vinsamlegast beðinn um að taka sig saman í andlitinu.

Hverjir komast í leikina? Baldur og Ásgeir verða líka erlendis í næsta bikarleik svo að öll hjálp sem Kjarri fengi við að smala væri vel þegin. Ég hef heyrt að ef hann stressist upp þá leggist krullirnar í slétt.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim