Mannsi 4 - 1 Marel
Baráttan heldur áfram. Mannsi sendi með sigrinum skýr skilaboð til c-riðils um að hér séu á ferðinni einir af máttarstólpum deildarinnar.
Aðdragandinn að leiknum var með hefðbundnara móti.
Skilaboð voru sett á Mannsasíðuna, menn skráðu sig og síðan var mætt kl 21:30 upp á leiknisvöll. Kjartanelli stjórnaði upphitun af einstakri samviskusemi og var hitastigið á leikmönnum farið að nálgast suðumark þegar dómarinn flautaði til leiks.
Skilaboð voru sett á Mannsasíðuna, menn skráðu sig og síðan var mætt kl 21:30 upp á leiknisvöll. Kjartanelli stjórnaði upphitun af einstakri samviskusemi og var hitastigið á leikmönnum farið að nálgast suðumark þegar dómarinn flautaði til leiks.Án þess að fara í smáatriði þá domíneraði Mannsi leikinn. Arnar og Jónsi sýndu mikinn styrk í vörninni og hefur leikstíll Mannsa nú breyst úr kæruleysislegum sóknarbolta með keim af sirkhússtemningu yfir í alhliða sóknarbolta með keim af sirkhússtemningu. Mörkin í leiknum voru skorðu af Jóa, Arnari en Kjartanelli setti tvö. Vert er að minnast á mark Arnars sem var af ca. 20 m færi beint í samskeytin.
Goðsögnin snýr aftur- saga um ungann mann sem skildi allt eftir og gerðist sóknarmaður.

Kjartanelli er snúinn aftur í stöðuna sem guð skapaði fyrir hann, sóknarstöðuna. Þörfin fyrir skorðu marki slokknar ekki og vildi hann helst skora svo mörg að netið sundraðist í frumeindir. Skjálftann í fótum kjartanelli verður að svala og má dagsskammturinn ekki fara mikið niður fyrir 3 mörk.
Kjartanelli átti stórleik og sýndi fyrir fullt og allt að hann hefur í raun alltaf verið oddurinn á hinu gríðarstóra sverði sem að Mannsi er. Kjartanelli lék sér af lánlausum varnarmönnum Marels og setti tvö góð mörk.
Bikarleikur, Sunnudag kl 18 við Mývetninga.
Hverjir mæta?

0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim