Mannsi siglir inn í leiktíðina 2008 með 4-2 sigri á Kumho Rovers
Fréttahaukurinn Baldur Hrafn segir frá:
Uppstillingin á liðinu kom í sjálfu sér ekki á óvart. Hinu þrautreynda 2-3-1 kerfi var beitt og með hjálp tölvutækninnar sýni ég myndrænt hvernig þetta leit út.->
Þau undur og stórmerki urðu á Leiknisvelli í gær þegar Mannsi sigraði opnunarleik tímabilsins á nokkuð sannfærandi hátt, að minnsta kosti tölulega séð. Það hefur ekki tekist síðan liðið var stofnað árið 2004.
Andstæðingarnir voru engir aðrir en Kumho Rovers sem komu fyrir sjónir sem blanda af vörubílstjórum og selfissingslegum veðhlaupahestum.
Með brotthvarfi nokkurra lykilleikmanna af síðasta tímabili var í raun ómögulegt að segja um hvernig gengi. Himmi, Bimbi og Orri fóru á frjálsri sölu ala Mathieu Flamini og fannst sumum með því stórt skarð hoggið í uppstillingu Mannsa. Þeir efasemdarmenn hafa ekki skilning á þeirri hefð sem nafnið Mannsi hefur á bak við sig. Þessu dúlúðlega gangverki sem slær taktfast í átt til sigurs.
Það sem stakk blaðamann helst í augun þegar mætt var upp á leiknisvöll var að vel flestir leikmenn voru mættir hálftíma fyrir leik að hita upp. Það hefur ekki gerst síðan Mannsi spilaði sinn fyrsta leik árið 2004.
Til leiks voru kynntir 5 nýjir leikmenn, en þeir voru: Benni, Jói, Jónsi, Núsi og Tóti. Allir nema einn vel kynntir og miðað við frammistöðuna í leiknum miklir happafengir.
Uppstillingin á liðinu kom í sjálfu sér ekki á óvart. Hinu þrautreynda 2-3-1 kerfi var beitt og með hjálp tölvutækninnar sýni ég myndrænt hvernig þetta leit út.-> Á bekknum byrjuðu Jónsi, Núsi og Tóti.
Þegar til leiks var flautað virtist sem fyrir leikmönnum Kumho væri það aðeins formsatriði að afgreiða Mannsa. Leikmenn á bekk Kumho, sem voru varla færri en fimmtán, sötruðu bjór í mestu makindum og létu fara vel um sig.
Nokkuð jafnræði var á liðnum í byrjun leiks og fór spilið að mestu fram á miðjusvæðinu. Nokkur tími fór í að aðlagast stærð vallarins eftir að hafa spilað quarterball í allann vetur.
Á 14 mínútu dró til tíðinda þegar rauðhærði tuddinn hann Jói skoraði eftir klafs í teignum. Staðan 1-0. Gott mark sem kórónaði stíganda hans í allann vetur.
Að sjálfsögðu eru öll mörk sem skoruð eru á Mannsa ljót og á því var engin undantekning í þessum leik. Stuttu eftir hið glæsilega mark Jóa hrökk boltinn af varnarmanni Mannsa í átt að Kumho sem endaði með skoti og mark. Staðan 1-1. Örvar, maður sem er líklegur til að skrifa nafn sitt í sögubækur Mannsa, tók þá öll völdin á miðjunni. Menn gláptu á með forundran er hann saumaði sig fimlega í gegn um vörn kumho og gaf á Tóta sem smellti honum í netið. Tóti er eðal striker sem margir spá að eigi eftir að hreppa titilinn nýlið ársins 2008, jafnvel markakóngur. Staðan 2-1. Kumho skorar síðan í kjölfarið. staðan 2-2. Líða fer undir lok seinni hálfleiks þegar Örvar tekur við boltanum á miðjunni, og hinn geysi sprettharði Baldur tekur þverhlaupið. Örvar sendir inn í eyðuna og Baldur afgreiðir boltann á mjög svo tignarlegann hátt. Staðan 3-2.
Í seinni hálfleik settust Mannsar niður í skotgrafirnar. Arnar, Ásgeir, Benni, Jónsi og Núsi skiptust á að stjórna vörninni af mikilli list. Óvenjulegt var að sjá markahrókinn Geira taka á sig þetta mikla ábyrgðarhlutverk og fór það honum vel. X-factor sumarsin hlýtur að vera Benni en hann sýndi lipra takta og er greinilega treystandi fyrir stöðu innan liðsins. Arnar þekkja allir og vita að varnarskilningur hans er flestum ofar. Jónsi er nautsterkur og Núsi er sennilega tæknilegastur af þeim. Gísli átti stórleik í markinu og er nauðsynlegur ef vegur Mannsa á að vera sem mestur í sumar.
Síðasta markið kom síðan eftir hnitmiðaða stungusendingu Örvars inn fyrir vörn Kumho, þar sem Baldur kom á ferðinni og setti boltann í fjær. Lokatölur 4-2. Glæsilegur sigur á liði sem á að vera með þeim sterkari í riðlinum.
Allir leikmenn fá 8,6.
Enn eiga stórstjörnur eftir að bætast í hópinn. Kjartanelli á harm að hefna eftir markaþurrð síðasta sumar. Til marks um að hann hefur helgað hug sinn fótboltanum lagði hann af stað til hinnar sönnu mekku fótboltans, Ítalíu, til að finna aftur sitt passione. Siggi Steindórs er í þrusuformi eftir heldu óvægna gagnrýni síðasta sumar um holdarfar sitt. Dabbi Hlö ætti síðan að fara að detta inn og ég er ekki frá því að með þessari nýliðun í bland við gömlu hetjurnar eigi liði eftir að spila betri fótbolta en áður hefur sést.
Frá fréttadeild Mannsa, Baldur Hrafn.

0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim