föstudagur, maí 08, 2009

Mannsi 1 - 3 Íslandspóstur

Mannsi tapaði sínum fyrsta leik í carlsbergdeildarkeppninni. Þrátt fyrir marga jákvæða þætti í leik liðsins er ennþá langur vegur í átt að sambasveiflunni. Sjaldan hafa dauðafæri verið nýtt jafn illa, svo illa að leynivopnið og spútnik fífuboltans Ásgeir Einars var settur í framlínuna. Geiri gerði lítið annað en að kynda undir rökum kjartanellis, að centerinn sé hans einkastaða og að honum verði parkerað fram það sem eftir lifi sumars. Á hinn boginn má segja að Kjartanelli hefur á síðustu misserum ekki framreitt þá gæða knattspyrnu sem hann var þekktur fyrir að leika í dentíð. Vitrir menn tala um að hann renni á rassinum niður af toppi ferils síns sem markaði hápunkt um mitt tímabil 2007.

Íslandspóstur spilaði þolanlega knattspyrnu og nýttu til hins ítrasta þær glufur sem að mynduðust í vörninni. Mannsa til málsbótar er að leikskipulaginu hefur verið breytt úr hefðbundnu 2-3-1 í demantsstílinn 3-2-1. Kerfið mun á endanum skila sér í agaðri varnarleik en æfingaleysi gerir framkvæmd kerfisins ekki hnökralausa. Varnarskipulag af þessu tæi mun framkalla urmul af skyndisóknum þar sem gamla brínið hann Kjartanelli og unggæðingurinn Tóti munu njóta sín.

Aðrir leikmenn gáfu aðeins sýnishorn af þeim leikhæfileikum sem býr í þessu liði. Torfi og Geiri fiskuðu í sameiningu mann útaf með rautt spjald. Ármann átti góða spretti en skóbúnaðurinn hamlar því að hann nái fyllilega að sýna sínar bestu hliðar. Benni hefur sýnt stöðugan leik og er oftar en ekki sá maður sem ógnar mest fram á við. Orri er nátturulega bara á 50% afköstum og spennndi sjá hvort að seltjarnarnestúlípaninn nái að springa út í sumar. Guffon í markinu átti kaflaskiptann leik, varði úr dauðafærum en á meira inni. Ég átti nátturulega frábærar sendingar og sýni trekk í trekk að óeigingjarnari fótboltamann er ekki að finna í þessu liði.

Næsti leikur er fimmtudaginn 14. maí og eigum við von á stórkanónum eins og Sigga steindórs, Ella, Bimba, Örvari og öllum hinum. Ekki láta þig vanta því nauðsynlegt er að koma liðinu á sigurbrautina.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim