fimmtudagur, apríl 27, 2006

Dragon ríður ekki feitum hesti

"Double or nothing" útspil Dragon-liða bar ekki ávöxt. Vörn Mannsa sá við mjög svo fyrirsjáanlegum sóknaraðgerðum Dragon. Jakob Þór S. J. vonarstjarna Mannsa.

Allt eru þetta fyrirsagnir sem eiga rétt á sér. Leikurinn endaði 2-1(0) okkur í vil. Fyrra markið skoraði markamaskínan Kjartanelli eftir að hafa prjónað sig í gegn um vörn andstæðinganna og potað boltanum í gegn um klof markvarðarins. Slík var hneisan fyrir vörn dragon að einhver þokulúðurinn á bekk þeirra tók sig til og gerði róttækar breytingar. Í stuttu máli var hengdur maður á hið hárprúða tæknitröll (kjartanelli).

Dragon menn fengu vítaspyrnu. Nú voru góð ráð dýr því öllum að óvörum hafði Jakob Þór boðist til að standa á milli stanganna fyrir leikinn. Ferilskrá mannsinns sem markvarðar er vægast sagt rýr og töldu sumir að skynsamlegra væri að gefa mark svo tíminn yrði nýttur betur(enda verðskrá Egilshallar svívirða). Kobbi varði skotið og stóðu Mannsar jaft sem Dragon-menn á öndinni. Eftir leikinn hélt sjórn Mannsa stuttann krísufund þar sem samþykkt var einróma að Kobbi sé orðinn löglegur í marki hvort sem í deild eða bikar.

Seinna mark Mannsa skoraði Geiri graði úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á aðalmarkverði Mannsa honum Kobba. Spyrnan var hnitmiðuð beint, ofarlega og þéttingsfast í markið. Markvörður þeirra kastaði sér og baðaði höndunum með miklum tilþrifum til að reyna að bjarga andlitinu eftir klobbann fyrr úr leiknum. Greinilegt að mikill hugur er í geira fyrir sumarið.

Mannsi átti tvö skot í skeitin og voru alltaf líklegir til að bæta við. Drogon átti sömuleiðs eitt í slá. Síðasta og jafnframt eina mark Dragon var skorað einni sekundu fyrir leikslok. Þokkalegt mark, utanfótar í hornið. Sigurinn var aldrei í hættu.

Einkannir einstakra leikmanna verða ekki birtar fyrir æfingarleiki.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim