Mannsi FF 5-0 Mývetningar - walk in the park (Bikarleikur)
Mývetningar byrjuðu leikinn að vísu betur. Þegar fór að síga á seinni hluta fyrri hálfleiks sendi Tóti inn á Kjartanelli sem afgreiddi boltann af mikilli yfirvegun í netið. Stuttu síðar var brotið á Kjartanelli. Balli tók aukaspyrnuna og þrumaði knettinum í markið. Makalaust allveg. Lætur allar gagnrýnisraddir um sjálfsmarksklúður í síðasta leik sem vind um eyru þjóta enda væri annað fjarstæða.
Geiri hefur greinilega legið í teiknimyndasögunum um fótboltahetjuna Hemma Gunn og töfraskóna. Allt var eins og stæði kyrrt þegar Geiri lét skot ríða af á miðju... Kannski vegna þess að það var laflaust. Við getum sagt að boltinn hafi rúllaði rösklega í átt að marki Mývetninga. Þessi útfærsla reyndist sálartetri markvarðar mývetninga um of og lagðist hann ringlaður í grasið, fálmandi eftir boltanum sem lak á endanum yfir hann. Sannkallað undramark og ekki eitthvað sem maður sér á hverjum degi.
Geiri fagnar
Næstu 2 mörk voru skoruð af kjartanelli og Balla.
Vörnin með Gísla(n.b. maður leiksins) í fararbroddi sannaði enn og aftur styrk sinn. Örvar pottþéttur á miðjunni og síðan restin að batterýinu að gera gott mót.
Næsti leikur í bikar verður 1. júní við wink 22:00 kl 13. Miðað við gengi þeirra ætti Mannsi á ná nokkuð auðveldlega inn í 8.liða úrslit.
Winning formula

0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim