mánudagur, maí 26, 2008

Mannsi FF 5-0 Mývetningar - walk in the park (Bikarleikur)

Mannsi sigraði í þægilegum leik við Mývetninga. Óslitin sigurför með afskaplega fallega tölfræði til að bakka hana upp. Samanlegt höfum við skorað 13 mörk í þeim 3 leikjum sem við höfum spilað en ekki fengið á okkur nema 3. Tölurnar tala sínu máli. 4,33 skoruð mörk að meðaltali verður að teljast ásættanlegt, þó alltaf megi gera betur.
Mætingin var eins og venjulega hæfileg en bar hæst endurkoma Ármanns. Mikið talent, mikill karakter.

Enga paparazza TAKK!


Mývetningar byrjuðu leikinn að vísu betur. Þegar fór að síga á seinni hluta fyrri hálfleiks sendi Tóti inn á Kjartanelli sem afgreiddi boltann af mikilli yfirvegun í netið. Stuttu síðar var brotið á Kjartanelli. Balli tók aukaspyrnuna og þrumaði knettinum í markið. Makalaust allveg. Lætur allar gagnrýnisraddir um sjálfsmarksklúður í síðasta leik sem vind um eyru þjóta enda væri annað fjarstæða.

Geiri hefur greinilega legið í teiknimyndasögunum um fótboltahetjuna Hemma Gunn og töfraskóna. Allt var eins og stæði kyrrt þegar Geiri lét skot ríða af á miðju... Kannski vegna þess að það var laflaust. Við getum sagt að boltinn hafi rúllaði rösklega í átt að marki Mývetninga. Þessi útfærsla reyndist sálartetri markvarðar mývetninga um of og lagðist hann ringlaður í grasið, fálmandi eftir boltanum sem lak á endanum yfir hann. Sannkallað undramark og ekki eitthvað sem maður sér á hverjum degi.


Geiri fagnar


Næstu 2 mörk voru skoruð af kjartanelli og Balla.

Vörnin með Gísla(n.b. maður leiksins) í fararbroddi sannaði enn og aftur styrk sinn. Örvar pottþéttur á miðjunni og síðan restin að batterýinu að gera gott mót.

Næsti leikur í bikar verður 1. júní við wink 22:00 kl 13. Miðað við gengi þeirra ætti Mannsi á ná nokkuð auðveldlega inn í 8.liða úrslit.

Winning formula



0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim