Sunnudagsleikurinn
Jæja kæru liðsmenn. Í kveld verður leikið við Carpe Diem í 4. umferð deildarinnar. Leikurinn er mikilvægari heldur en flestir leikir okkar hingað til, því við getum annaðhvort stimplað okkur inn í toppbaráttu sumarsins eða lullað í meðalmennskunni. Hinir grísk ættuðu Carpar þykja vera ágætlega spilandi með sterka einstaklinga. Það er ljóst að ekkert nema gamli mannsa-baráttuandinn á eftir að duga til að brjóta lið þeirra niður. Góðar fréttir eru að Atli kemur aftur inn, en spurning með Þór. Liðheildin verður samt alltaf það sem skiptir máli. LIFI MANNSI!!!
Upphitun hefst 20:15 , 20:45 mun þjálfari fara yfir skipulag leiksins og 20:55 mun fyrirliðinn vonandi halda stutta tölu til að blása baráttuanda í brjóst.
Hverjir mæta?
Upphitun hefst 20:15 , 20:45 mun þjálfari fara yfir skipulag leiksins og 20:55 mun fyrirliðinn vonandi halda stutta tölu til að blása baráttuanda í brjóst.
Hverjir mæta?

0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim