sunnudagur, febrúar 21, 2010

Þriðjudagsbolti

Hverjir mæta?
Í síðasta tíma vann lið Torfa og Geira í æsispennandi leik. Gat ekki annað en fyllst samúðar í garð hins liðsis sem gáfu svo mikið til að uppskera svo lítið. Í liði Ármanns og Brynjars býr góður fótbolti. Kúltúr liðsins hefur verið að þróast í vetur og hefur eldmóðurinn sést vel í love/hate relationshipinu á milli Ámma og Binna. Varnarmaður að siða sóknarmanninn til. Þetta er gömul saga og ný, og minnir mig um margt á samband Bruce Grobbelaars og Steve McManaman. Hér er vídeo af þeim félögum en við skulum vona að ekki sjóði upp úr í fífuboltanum. http://www.youtube.com/watch?v=lFqYv27kHc8
ATH! Comment systemið hefur verið lagt niður í gömlu myndinni. Nú verða menn að smella á færsluna og gefa svar sitt þar. Unnið er að því að finna eitthvað sambærilegt við gamla.

miðvikudagur, febrúar 10, 2010

Mannsafréttir - skráning í bolta 16 feb.

Undirbúningstímabil Mannsa er nú rúmlega hálfnað og hefur liðið sjaldan eða aldrei verið í betra standi. Framkvæmdastjórnin hefur ákveðið að halda sig við Carlsbergdeildina enda hefur Mannsi ekki verið þekktur fyrir að hlaupa frá hálfkláruðu verki. Sumarið 2010 förum við alla leið!
Burðarásarnir í liðinu munu spila áfram og ennfremur hafa ungir og efnilegir leikmenn sýnt klærnar í þriðjudagsboltanum. Þar má nefna Jón "Boom" Pétursson og sérstaklega Adda B sem hefur hreinlega farið hamförum í undanförnum leikjum. Brynjar sannaði gildi sitt í lokaleikjum mannsa á síðasta tímabili og mun áreiðanlega spila stærri rullu í sumar. Árni hefur sýnt skemmtilega takta og mun án efa raða inn mörkunum ef hann fær tækifæri til að sanna sig.
Þessi væri óskandi að Hemmi gæfi loksins kost á sér í deildarkeppnina.
Dr. Geiri mætti sýna meira commitment, kaupa sér mannsatreyju og spila í sumar.
Þetta er helst í fréttum af leikmönnum sem hafa leitað út fyrir landsteinana:
Kjartanelli er búinn að skrá sig á þjálfaranámskeið enda er hann á þeim stað á knattspyrnuferlinum.

mánudagur, febrúar 08, 2010

9 feb.

mæting?

föstudagur, janúar 29, 2010

Bolti 2. febrúar og sumarið

Hvernig er stemmarinn fyrir sumrin? Eigum við að demba okkur í carlsberg deildina aftur? Ef svo er þurfum við að fara að henda inn umsókn. Látið vita hvort þið viljið vera með og hvort þið mætið í næsta bolta.

sunnudagur, janúar 24, 2010

Fífubolti 26.Jan

Hverjir mæta?

mánudagur, janúar 18, 2010

Fífubolti 19.Janúar

föstudagur, janúar 15, 2010

Mannsi í sögubækurnar

Í nokkurn tíma hefur mér langað að skrásetja sögu Mannsa og færa á alfræðiritið Wikipedia til varðveislu. "The human dictafone syndrome" er eitthvað sem mér var ekki fært í vöggugjöf. Sjálfsagt væri að rekja garnirnar úr Ármanni hvað þessi efni varða, en þá gætu gagnrýnisraddir sagt að um of einhæfa heimildarsöfnun væri að ræða.
Ég leita þessvegna á náðir lesanda www.mannsi.blogspot.com við aðstoð. Allar upplýsingar eru vel þegnar en hér eru dæmi um eitthvað sem ég hef áhuga á:
-Tilurð að stofnun Mannsa
-Fyrsti leikurinn
-Eftirminnilegir sigrar
-Ósigrar
-MVP's og Markakóngar
-Dómaraskandalar
-Skandalar
-Hvers vegna aldrei lukkudýr
-Eftirminnilegir karakterar (Finnur þjálfari t.d. synd að missa hann frá mannsa. Legg til að reynt verði að fá hann fyrir sumarið)
-Hvað stendur Mannsi fyrir?
-Stats - ef hægt er að grafa það upp einhverstaðar
-Öskubuskusögur (T.d. stígandinn í mönnum eins og Geira)
-Future prospects

Bestu kveðjur