föstudagur, júní 29, 2007

Mannsi 4 - Fc kajak 1

Háttvísisverðlaun Mannsa sumarið 2007 ,,Geirinn'' hafa verið veitt liðinu Fc Kajak eftir drengilega spilaðann leik þann 24. júní síðastliðinn. Nafnbótin er þeim til mikillar upphefðar sem hana hljóta, að vísu ekki jafn mikillar eftir að Ásgeir Einarsson var gripinn við að skeina sér með dauðri lóu á Arnarvatsheiði fyrstu ferðahelgina í Júní.

Leikmenn Mannsa, hvattir til dáða af hinum sögufræga Atla Guðbrands, tóku leikinn á reynslunni og skoruðu öll sín mörk í seinni hálfleik. Balli afgreiddi rebound með hnitmiðuðu skoti, Bimbi dansaði framhjá afar feitum markverði kajak og lagði knöttinn í netið, Kjartanelli sýndi loksins að enn lifir í gömlum glæðum með marki ala Gazza, Kári Helga setti síðasta með mikilli hörku og kóranaði niðurlægingu Kajaks.

Næsti leikur eru við TM7 þann 5. júlí kl 20:00

Hverjir mæta?

sunnudagur, júní 24, 2007

Mannsi-FC kajak

Í dag kl 17. Fyrirvarinn eflaust stuttur fyrir suma en nú þarf að fjölmenna í góða veðrinu. kveðja, Menningarfrömuðurinn

laugardagur, júní 16, 2007

M. Bolton sigraðir 7-2

Leikurinn var í sjálfu sér bara formsatriði. Arfaslakir Boltonar voru flengdir af vaxandi liði Mannsa. Synd að við skulum ekki hafa byrjað tímabilið með jafn miklum krafti.

Næsti leikur er við Hvat miðvikudaginn 20. júní kl 19.:00.

Hverjir mæta?

Heyrst hefur að Atli ,,skurpla'' Guðbrands muni skurpla sig upp og setjast í stúku til að fylgjast með leiknum.

þriðjudagur, júní 05, 2007

Þar fór gott uppeldi fyrir lítið

Sigurður Páll Steindórsson hefur nú verið endurheimtur úr viðjum gjálífis og BDSM leikja. Augljóst er að maðurinn gengur ekki heill til skógar eftir dvölina í Sódómu(Svíþjóð). Allt stendur þetta til bóta og mun Mannsi njóta krafta hans það sem eftir lifir sumars.
Næsti leikur er við Michael Bolton(Áður Boltatek) sunnudaginn 10.jún kl 16:00
Hverjir mæta?

mánudagur, júní 04, 2007

8-liða úrslit!

Kl. 14:04 á sunnudaginn voru 6(!!) mannsamenn mættir til leiks á Leiknisvellinum í skítaveðri tilbúnir að spila mikilvægasta leik sumarsins. Ekki veit ég hvar afgangur liðsins var, en ég neita að trúa því að einhverjir liðsmenn hafi hreinlega ekki vitað af leiknum. Það er nú ekki til of mikils að ætlast að gerð sé krafa um það að menn viti hvenær leikir liðsins eru, en það er auðveldast að gera með því að kíkja inn á þessa síðu eða carlsbergdeildin.net. Það á ekki að þurfa að hringja í allan hópinn á hverjum einasta leikdegi, enda nennti ég því engan veginn drulluþunnur á sunnudagsmorgni.

En Mannsinn dó ekki ráðalaus heldur fór fyrirliðinn á veiðar og tókst að recruit-a á staðnum markmann einn sem við ákváðum að skella bara í framlínuna. Bimbi náði síðan einnig að redda Guðmundi "The Human Lightning"Brynjólfssyni svo að við hefðum eins og einn varamann.

Mannsinn byrjaði leikinn af miklum krafti og komst í 2-0 með mörkum frá Arnari B. og Bimba. Undir lok fyrri hálfleiks náðu hressir Vinningsliðsmenn svo að minnka muninn með lúmsku skoti sem fleytti kerlingar af blautum vellinum og fór undir Gísla í markinu. Síðari hálfleikur fór ágætlega af stað og fengu bæði lið nokkur álitleg færi. Það voru hins vegar andstæðingarnir sem náðu að nýta sé meðvindinn og tókst að jafna með frekar ódýru marki og Mannsinn því kominn með bakið upp að vegg. Með mikill yfirvegun og baráttu náðum við hins vegar að koma okkur aftur inn í leikinn og 7 mínútum fyrir leikslok kom þriðja markið. Það var svo sannarlega við hæfi að lánsmaðurinn Gummi setti það, enda ljóst að án umræddra lánsmanna væri Mannsinn dottinn út úr bikarnum.

Lokatölur: 3-2

Maður leiksins: Arnar Ingi og Gummi