fimmtudagur, ágúst 21, 2008

Landsleikur

sælir piltar!!
Miðvikudaginn 10. september er íslenska landsliðið að fara að spila við Skota.

Mér var að berast tölvuskeyti frá formanni stuðningsmannafélagi þeirra. Þeir vilja spila leik við íslenskt lið degi fyrir eða á leikdag. Þeir spila 11 manna bolta þannig að ég er að fara að reyna að redda velli.

Ég ætla að tala við KSÍ varðandi völl og þar sem ég efast að við náum fullum hóp var ég að pæla í að tala við stuðningsmannafélag íslenska landsliðsins.

Hvað segið þið, er ekki stemmari fyrir þessu? Áhugasamir hafi samband við mig sem fyrst svo að ég geti skipulagt þetta. Síminn hjá mér er 6983854.

miðvikudagur, ágúst 13, 2008

Veturinn

Það verður bolti á sama tíma og í fyrra í vetur þ.e. á þriðjudögum kl. 21.00. Nú þurfa menn að staðfesta hvort þeir verði með eða ekki. Að sjálfsögðu eru allir sem voru með í fyrra velkomnir. Það þarf væntanlega e-ð nýtt blóð inn líka. Ef þið vitið um einhverja sem vilja vera með látið því endilega vita.

sunnudagur, ágúst 10, 2008

Tímabilið búið - Undirbúningstímabil hafið

Síðasta leiknum lauk með 1-1 jafntefli við Hvat. Aðeins 6 Mannsar mættu til leiks en það kom ekki að sökum þar sem við fengum lánsmann á staðnum. Sá var ansi lunkinn og skoraði okkar eina mark í leiknum. Stjórn félagsins þakkar honum kærlega fyrir þátttökun í leiknum. Við spiluðum bara nokkuð vel. Gísli með stórleik að vanda og aðrir stóðu sig einnig vel. Það var sérstaklega áberandi hversu ofvirkur Kjartanelli var í leiknum en leikmaðurinn þykir yfirleitt mjög latur. Hann er því grunaður um neyslu ólöglegra bætiefna. Leikmaðurinn neitaði að skila af sér þvagprufu. En það kom ekki að sök þar sem Ármann var með þvaglegg í rassvasanum. Menn bíða spenntir eftir niðurstöðunum.

Er ekki almenn stemmning fyrir áframhaldandi bolta í vetur? Ég legg til að við hittumst á sparkvelli á þriðjudögum þar til Fífuboltinn byrjar.

Hverjir komast í bolta næsta þriðjudag klukkan 20:00?

miðvikudagur, ágúst 06, 2008

Hverjir mæta í lokaleik?

Síðasti leikur tímabilsins fer fram á föstudaginn næstkomandi kl. 20:00. Vinsamlegast staðfestið mætingu hér í athugasemdakerfinu.

Sjálfur veit ég ekki hver staðan er á lokahófinu eða hverjir ætla að mæta í það. Við sjáum bara til með það þegar nær dregur.