laugardagur, júní 28, 2008

Leikur

Leikur við Banana á morgun sunnudag kl 14:00.

Hverjir mæta?

fimmtudagur, júní 26, 2008

Ný Regla!

Þar sem að hver einasti leikur sem eftir er, verður að teljast eins konar úrslitaleikur, er hér með lagt til að svonefnt áfengisþak verði sett á leikmenn daginn fyrir leik. Til rökstuðnings þessu er unnt að benda á þá staðreynd að við unnum Wink 1-0 í síðasta leik en töpuðum hins vegar fyrir þeim í bikarnum 2-4 á SUNNUDEGI. Menn hóst*Jói*hóst mættu ansi tussulegir í þann leik (að undirrituðum meðtöldum) og útkoman varð eftir því. Þannig að þar sem að næsti leikur er núna á sunnudaginn legg ég til að menn haldi alkóhólsneyslu sinni undir eftirtöldum mörkum:

MAX: 6 bjórar eða því sem jafngildir 4 Campari í sóda. (verða menn að umreikna aðrar áfengistegundir út frá tölugildum sem hér eru gefin).

Sem víti til varnaðar fyrir alla í liðinu þá er þetta ástæðan fyrir því að Mannsinn sjálfur gat ekki tekið þátt í síðasta leik liðsins (andlit hefur verið ruglað í samræmi við lög um persónuvernd). 

þriðjudagur, júní 24, 2008

Mannsinn er opinberlega í toppbaráttunni!!




Mannsi FF sýndi í gærkvöldi einn almesta karakter og baráttuvilja sem sést hefur er liðið hefndi fyrir tapið í bikarnum gegn Wink 22:00. 1-0 sigur var staðreynd og var það skagamaðurinn knái Maggi sem að setti markið í sínum fyrsta leik fyrir Mannsa, einungis nokkrum mínútum fyrir leikslok.

Mannsinn hélt uppi hefðbundnum hætti hvað mætingu varðaði og var gaman að sjá nýja menn eins og Edda og Magga fylla upp í stór skörð sem að Baldur og Örvar skyldu eftir inni á miðjunni. Winkarar ætluðu sér greinilega stóra hluti en fyrir leik spottaði Mannsi leikmann hjá þeim sem spilaði hvorki meira né minna en í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Annar þeirra vissi svo ekki hvað liðið hét þannig að mannsmönnum leist ekki alveg á blikuna rétt fyrir leik. En þegar inná völlinn var komið sýndum við fljótt hvort liðið bjó yfir raunverulegum knattspyrnuhæfileikum og léku léttleikandi Mannsamenn ágætis sóknarleik auk þess sem vörnin var eins og klettur.

Fyrri hálfleikur var í miklu jafnvægi og náðu Winkarar sennilega að skapa sér hættulegri færi. Mannsinn átti hins vegar erfitt með að reka smiðshöggið á sínar sóknar þrátt fyrir að spil úti á velli væri til fyrirmyndar. Í síðari hálfleik var nokkurn veginn það sama upp á teningnum nema að Winkarar voru óneitanlega aðeins of mikið með boltann, án þess þó að geta skapað sér mörg færi. Þegar allt virtist svo líta út fyrir að fyrsta 0-0 jafntefli í sögu Mannsa (að ég held) væri í uppsiglingu fékk Magnús boltann inn á miðri miðjunni. Þar var hann einn á auðum sjó og rak boltann laglega upp völlinn og lét loks vaða að marki án þess að nokkur Winkari kom á móti. Skotið hafnaði út við stöng og verðskuldað sigurmark orðið staðreynd við gríðarlegan fögnuð jafnt innan sem utan vallar. Eftir markið bakkaði liðið vel aftur á völlinn og hélt Winkurum gjörsamlega í skefjum. Þeir ákváðu í örvæntingu sinni að senda úrvalsdeildarhetjuna í sóknina en hann var einfaldlega búinn á því eftir að Fabrizio Kjartanelli hafði fíflað hann til allan leikinn með leiftrandi snúningum og öðrum krúsidúllum.

Maður leiksins: Mannsa vörnin og Gísli (engin spurning þegar að menn halda hreinu).

FORZA MANNSI!!1!

Næsti leikur er svo 29. júní og er það eins og allir aðrir leikir: MUST WIN.

Legg til að við tökum æfingu úti á nesi á morgun eftir leikinn.

sunnudagur, júní 22, 2008

Wink 22:00-Mannsi FF Mán 23. jún 2008 kl 20:00

Wink 22 slógu okkur svo eftirminnilega út úr bikarkeppninni.




Geiri er tilbúinn í slaginn. Eruð þið það?

miðvikudagur, júní 18, 2008

Meiri bolti

Styðjum Balla í baráttuni við aukakílóin og förum aftur í bolta á fimmtudaginn kl.21.

Hverjir eru til?

miðvikudagur, júní 11, 2008

Bolti í vikunni t.d. fimmtudaginn eftir seinni EM leik.

Upp hefur komið sú hugmynd að taka bolta í vikunni eftir EM leik. Atli Guðbrands segist ætla að koma og fögnum við því. Hann mun eflaust eiga í vandræðum með að aðlagast þeim gæðum á knattspyrnu sem Mannsi er búinn vinna upp.

föstudagur, júní 06, 2008

„Vissum að við gætum þetta“

Eftir Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson, thorkell@mbl.is

„Við bættum allir við 10 % í okkar leik í seinni hálfleik og höfðum trú á verkefninu. Við vissum allan tímann að við gætum þetta. Barátta, leikgleði og frábær stuðningur Köttaranna gerði það að verkum að þessi leikur vannst og það er alveg frábært,“ sagði (ritskoðað), leikmaður Mannsa í knattspyrnu eftir 14:0 sigur Mannsa á RM Team í Carlsbergdeildinni. Leikurinn var sá fyrsti í 4. umferð deildarinnar.
Með sigrinum komst Mannsi upp í 2. sæti deildarinnar, en liðið hefur nú 9 stig eftir 3 leiki. RM Team situr í 11. sæti með 0 stig. Fjórðu umferð Carlsbergdeildarinnar lýkur svo með fimm leikjum sem allir eru á dagskrá á fimmtudaginn.

þriðjudagur, júní 03, 2008

Mannsi - RM Team Kl: 22 miðvikudaginn 4. Júní

Drög að byrjunarliði

Dramb varð Mannsa að falli í síðustu viðureign gegn Wink. RM team sitja á botni okkar riðils með hörmulegt markahlutfall en sætinu ofar er Wink.
Nú er kjörið tækifæri fyrir þá einstaklinga sem telja sig þess verðir að gerast markakóngar Mannsa árið 2008 að taka forskot. Ekki er óeðlileg krafa að þessi leikur vinnist með 6 mörkum.
Við viljum sjá menn af kalíberi Kjartanellis rífa af sér brjóstahaldarann og setja að minnsta kosti 5.
Með fullri virðingu fyrir ofdrambi, fallinu og ofmatinu þá er sigur sjálfgefinn í þessum leik.

Hverjir mæta?

sunnudagur, júní 01, 2008

Mannsi tapar sínum fyrsta leik

Mannsi tapaði sínum fyrsta leik árið 2008 í viðureign sinni gegn Wink 22:00 2-4
Dabbi Hlö mættur aftur, sem er gott. Tóti skoraði flott mark.

Ákveðið var að hóa saman í æfingu á morgun, mánudag, kl 21 úti á KR. (seinkun vegna heimaleiks KR í Landsbankadeildinni)

Hverjir mæta?

Bikar er fad en deildin komin til að vera.