mánudagur, júlí 21, 2008

Krísa í herðbúðum Mannsa FF - Nýr lágpunktur í sögu félagsins.

Fyrir þá liðsmenn sem ekki vita, þá mættu heilir þrír leikmenn til leiks í gær í það sem átti að vera næst síðasti leikur liðsins á tímabilinu. Lítið annað var því í stöðunni en að gefa leikinn og 4. tap liðsins í röð óumflýjanlegt. Ekki ætla ég svo sem að geta mér til þess hvað í skrattanum liðsmenn voru að gera sem þeir álitu mikilvægara en að spila umræddan leik, en vona einungis að fjarveru þeirra megi rekja til einhvers meira heldur en líffræðilegra afleiðinga þess að hafa innbyrt ótæpilegt magn af áfengi daginn áður. Eins og kom fram í síðasta pistli er það ekki venja hjá félaginu að draga úr áhuga manna á að refsa lifrinni sinni, svo lengi sem það kemur ekki niður á mætingu í leiki. Ekkert mál þó það dragi úr frammistöðu manna, en eðlileg krafa að þeir mæti í helvítis leikinn. Og ef þið sjáið ykkur ekki fært um að mæta, þá verðiði í það minnsta að hafa tillitssemina til að tilkynna fjarveru ykkar annað hvort hér á síðunni eða með einu sms-i til liðsstjórans Ásgeirs Einarssonar. Það er ekkert sérstakt áhugamál hjá mér að vakna snemma á sunnudagsmorgni drullu þunnur til þess eins að fara í bíltúr upp í Breiðholt.

Þetta er, eftir því sem ég man best, í fyrsta skipti í sögu félagsins sem að við höfum þurft að gefa leik vegna manneklu. Oft og mörgum sinnum hefur verið erfitt að ná í lið, en þó ávallt tekist á endanum. Hér er því um að ræða nýjan lágpunkt í sögu félagsins sem að ekki er ástæða til að endurtaka nokkurn tíman aftur. Það jákvæða í þessu öllu saman, ef reynt er að finna e-ð, er þó sú staðreynd að við komumst alla vegana ekki mikið neðar og ætti því leiðin að liggja upp á við héðan í frá. Nú kemur nokkuð gott hlé fyrir næsta leik sem er ekki fyrr en 8. ágúst. Legg ég til við fjölmennum í þann leik ekki síst vegna þess að planið er að taka lokahóf liðsins um kvöldið sama dag. Hvet ég því menn til að staðfesta mætingu sína í lokahófið sem fyrst svo að unnt verði að skipuleggja það almennilega og gera sem veglegast.

Spurning hvort að ekki sé líka kominn tími á "æfingu" hjá liðinu. Reyna kannski að taka bolta á miðvikudaginn ef stemning er.

fimmtudagur, júlí 17, 2008

Búið spil.


Nú er ljóst að Mannsinn mun enn eitt árið missa af úrslitakeppninni, en 2-1 tap á FC Míróslav gerði endanlega út um vonir liðsins. Erfitt er að halda því fram að liðið eigi betra skilið eftir að hafa spilað síðustu þrjá leiki og skorað einungis 1 mark en fengið á sig 8. Botninn einfaldlega dottinn úr þessu eftir góða frammistöðu fram eftir sumri.
Nenni svo sem ekki að fjalla mikið um leikinn sjálfan að öðru leyti en því að við spiluðum ágætis fótbolta mest allan leikinn og reyndum hvað við gátum að pressa og spila knettinum léttleikandi á milli okkar. Vandræði fyrir framan markið voru enn og aftur okkar akkíles hæll og ljóst að framlínumenn verða þar að taka á sig meginábyrgð. En það þýðir svo sem lítið að hringja í vælubílinn núna. Lítum frekar á björtu hliðarnar á þessu, sem felast fyrst og fremst í því að nú geta lismenn hrunið all svakalega í það um helgina án þess að fá samviskubit yfir því að mæta skítþunnir í leikinn á sunnudaginn (þ.e. svo lengi sem þeir mæta yfir höfuð, sem er að sjálfsögðu skylda eins og fyrri daginn).
Þá hefur einnig komið upp sú hugmynd að lokahóf Mannsa verði haldið föstudaginn eða laugardaginn 8./9. ágúst. Persónulega líst mér best á föstudaginn þar sem að það er sami dagurinn og síðasti leikurinn fer fram. Óneitanlega stemning að klára tímabilið með sigri og verða síðan Frank De Blekaðir eftir á með tilheyrandi venjum sem fylgja lokahófi Mannsans. Legg til að menn kjósi um dagsetningu hér í kommentum.
Ps. Heyrst hefur að ákveðinn liðsmaður hafi beilað á leikinn í gær til þess eins að spila ákveðið plebbasport sem felst í því að slá hvíta kúlu með kylfu (og er ég ekki að tala um hafnabolta). Ef svo reynist rétt, er að sjálfsögðu um alvarlegt mál að ræða og réttlætir refsiaðgerðir af hálfu stjórnar félagsins. Vonast er til að viðkomandi leikmaður útskýri hvernig mál er í raun að vexti til að forðast frekar dylgjur og sögusagnir innan liðsins.

mánudagur, júlí 14, 2008

Endurreisn eða FAIL!




Það er sorgleg staðreynd að Mannsinn er gjörsamlega búinn að drulla á sig í tveimur síðustu leikjum. Leikgleðin sem einkenndi leik liðsins fyrr í sumar var einhvers staðar víðs fjarri í báðum þessum leikjum og það virtist sem liðið í heild hefði sætt sig við tap eftir innan við 10 mínútur af leikjunum.


Þetta "klúður" hefur gert það að verkum að okkar eini séns til að komast í úrslitakeppnina felst í því að vinna þá leiki sem eftir eru, en þeir eru hugsanlega á móti þremur sterkustu liðunum í riðlinum. Því er eina ráðið að taka einn leik fyrir í einu og einbeita sér af fullum krafti að leiknum annað kvöld á móti FC Míróslav. Ekki veit ég hvort hér sé um að ræða eitthvert úrvalslið innflytjenda frá Króatíu, en hvað sem því líður þá munum við ekki sína þeim meiri virðingu en sígaunum á Ítalíu um þessar mundir. Mætum trylltir til leiks og þá ekki síst öskurtröllið hann Baldur, en hans hefur verið saknað sárt í undanförnum leikjum (ef þú ert að fljúga á morgun, hringdu þig þá inn veikan).


Þannig að spurningin er: "Ætlar þú að taka þátt í endurreisn Mannsa tímabilið 2008 á miðvikudaginn kemur?"
ATH: Samkvæmt síðunni okkar er leikurinn settur á þriðjudaginn 15. júlí (morgun) en samkvæmt carlsbergsíðunni er hann á miðvikudaginn 16. júlí. Hin síðari dagsetning hlýtur því að vera sú rétta.

mánudagur, júlí 07, 2008

Leikur á morgun: MANNSI FF vs. bos - 21:00

Hverjir mæta?

þriðjudagur, júlí 01, 2008

Búningarnir o.fl.

Jæja búningarnir komnir loksins komnir.

Ég lagði út fyrir þessu sjálfur og hef því ákveðið að menn fá ekki búningana sína afhenta fyrr en eftir greiðslu.

4900 kr (treyja + stuttbuxur + sokkar)

0137 - 05 - 060920 kt. 170783-4259

Vinsamlegast ganga frá þessu sem fyrst!!!!!


Menn voru að tala um móralskt fyllerí. Eru menn til? Uppástungur? Bolti + bjór og síðan sund og svo partei hljómar ekki illa!

UPPFÆRT!!! Það var eitthvað déskotans vandamál með búningana. Nike sendi kallinum víst XL búninga í staðinn fyrir L þannig að ég er aðeins kominn með 3 stk medium búninga og 2 stk XL. Klúður með stuttbuxurnar líka, voru rauðar en ekki svartar þannig að það er einhver bið með þær líka. En ég er kominn með rauða sokka á liðið.

Get ekki farið með búningana í merkingu fyrr en allir eru komnir. Þannig að allir verða víst að bíða. Sorry strákar!!! Verðum flottir næsta síson.

Það væri samt mjög þægilegt ef menn gætu gengið frá greiðslu svo að ég geti borgað reikningana mína.

Búningarnir eru samt suddalega flottir!