fimmtudagur, september 29, 2005

Vertíðin sumarið 2005

Vatnsberar 0 - Mannsi 6

Það var ljóst fyrir leikinn að ef við ættum að eiga möguleika á að sigra riðillinn yrðum við að leggja vatnsbera af velli. Lykilmenn mannsa voru allir mættir og ljóst að öllu yrði tjaldað til að ná mannsasambataktinum. Dabbi og siggi miðverðir, sverrir og siggi st. miðjumenn og sóknardúóið Bimbi/kobbi á toppnum. Allir hinir jafn eða minna mikilvægir heldur en þessi burðargrind liðsins.

Það sem stóð upp úr leiknum voru líklega mörk kobba, kjartanellis og Bimba. Kobbi, sem virðist búinn að hrista af sér slyðruorðið klaufabárður. Mér er það sérstaklega minnistætt í barnaskóla þegar hann var alþekktur fyrir að hlaupa á stangir, skora sjálfsmörk og bara almennt allt það sem sem telst fáránlegt á fótboltavelli. Drengurinn hefur heldur betur snúið blaðinu við og hafa menn ekki undan að ausa á hann lofyrðum fyrir sérstaklega skemmtilegt spil í sumar. Markið sem hann skoraði í leiknum var snyrtilegt, sneytt í boga yfir markvörð vatnsbera.

Kjartanelli átti svo, að mínu mati, mark sumarsins þegar hann skaut hnitmiðuðu skoti í samskeyti andstæðinganna af tiltölulega löngu færi. Ítalíublóðið kraumaði í æðum mannsins sem á einu augnabliki breytti fótbolta í utandeildinni í list, sambærilega þeirri sem best var á renaissance tímabilinu.

Mark Bimba var afurð sérlega vel leikins fótbolta af sóknarbroddi liðsins. Sending hægri, hægri, vinstri, hægri og á bimba sem afgreiddi knöttinn í netið af öryggi.

Hin mörkin voru öll fín en kannski ekki jafn minnisstæð og þessi. Kári með fallegt skot utan úr teig sem endaði í netinu, Balli potar boltanum í netið af stuttu færi og Atli minnir mig með skallamark.


Vertíðin hefur verið skemmtileg, og vonandi helst liðið eins og það er nú. Við munum spila í efri deildi næsta sumar og ljóst er að við eigum fullt erindi þangað miðað við að Fc Reynir sé nú að spila í undanúrslitum í úrslitakeppni deildarinnar. Svona í lokin vil ég biðja menn að senda atkvæði sitt á balli1020@hotmail.com í eftirfarandi flokkum:

1. Verðmætasti leikmaðurinn

2. Efnilegasti leikmaðurinn

3. Baráttujaxlinn

4. fallegasta markið

5. mannsamaðurinn sem tekur sig best út í búningnum, fylgihlutir eins og fyrirliðabandið og skurplur tekið með.

Ljóst er að Bimbi er markakóngur sumarsins, en niðurstöður þessar verða annaðhvort kunngjörðar mönnum á árshátíð mannsa eða á heimasíðunni. Ekki verður tekið við atkvæðum eftir 13.oktober.

miðvikudagur, september 14, 2005

Lokahóf utandeildarinnar!
hverjir hafa áhuga?
Nokkrir hafa þegar hringt í mig og kommentað á þetta.

kjörið tækifæri til að eipa í þessum steikum (Kommi)
erfitt að sleppa fríu fylleríi (Björnsson)
common strákar drekkum bara í bílnum mínum (Dr. Armann)
ég mæti.....heltanaður (Kjarri)
er þetta líka fyrir slava? (Igor)


Kæru liðsmenn Utandeildarinnar,

Senn líður að lokum Utandeildarinnar (Budweiser-deildarinnar) 2005, Úrslitakeppnin hefst sunnudaginn 18. september og nýjir meistararverða krýndir 6. október n.k.

Ákveðið hefur verið halda veglega árshátíð þetta árið og verður hún haldinlaugardaginn 8. október á Gauknum. Nánar um árshátíðina s.s. klukkan hvaðkemur á heimasíðu Utandeildarinnar http://www.gras.is/utandeildin

Veitt verða allskyns verðlaun s.s. besti leikmaðurinn, flottasta heimasíðan, prúðasta lið markahæsti leikmaðurinn, besti dómarinn o.s.frv.
Það verða ÓKEYPIS veigar frameftir kvöldi (þar til birgðir endast).

Hringt verður í alla tengiliði til að fá staðfest circa fjölda frá hverju liði þannighægt er að áætla veigar og annann kostnað.

Flott væri að þið mynduð tala við ykkar lið og fá circa fjöldann á þeim mannskapsem ætlar að koma á árshátíðina, gott væri að fá töluna fyrir næstu helgi.

Ef þið hafið áhuga á að koma einhverju á framfæri s.s. skemmtiatriði eðavitið um góðann sal þá endilega hafið samband.

Vonumst til að sjá sem flesta.
Og munið nóg er af bjór

kær kveðja,
Ingvar Magnússon f.h. Stjórn Utandeildarinnar
ingvar@markaregn.com

LIFI MANNSI!!!!!!!!!

föstudagur, september 09, 2005

Knattspyrnuleikur

11. Sept. 18:00 - Vatnsberar-Mannsi Leiknisvöllur (D)

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á sunnudag: Norðan 5-10 m/s og dálítil rigning á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Hiti 3 til 12 stig, mildast sunnantil.

Afsakanir um mætingu eru þess vegna ekki teknar gildar.

sunnudagur, september 04, 2005

Fc Ice

Mannsi 4 - Fc Ice 2

Leik lokið og sigurganga mannsa heldur áfram. Leikurinn hófst með látum. Finnur stilti liðinu skynsamlega upp og voru menn staðráðnir í að nýta tækifærið sem þjálfarinn gaf. Mannsinn pressaði stíft og virtust ice menn ætla að sitja til baka og nýta skyndisóknir. Varnartaktík þeirra hélt þar til á 24 mínútu dró til tíðinda. Sverrir fékk boltann á vinstri helming vallarins og lýsti þessari sókn svo fyrir okkur:,, Já, ég tók hann niður, leit upp og náði góðum augnkontakt við bimba. Ég ákvað að gefa hann. Sendingin var bogadregin og hæg. Bimbi hafði mikinn tíma til að athafna sig. Bimbi skallar, og mark.''.
Markið kom eins og köld vatsgusa í andlit ice manna. Bimba ox ásmegin og greinilegt er að hann sækist eftir markakóngstitli mannsa sumarið 2005. Sælla minninga rændi Kjartanelli hann þeirri nafnbót síðasta sumar. Aðdragandi marks númer tvö var nokkuð óljós. Allavega afgreiddi bimbi boltann í netið. Þvílíkur náttúrutalent! Kobbi virtist eitthvað ókyrrast á bekknum, enda átti maðurinn stórkostlega frammistöðu í síðasta leik. Ætlaði einhver að ræna hann sviðsljósinu? Jafnvægi virtist komast á leikinn eftir þetta. Ice menn þéttu vörnina en á endanum átti hún eftir að kikna undir álaginu. Enginn annar en Torfi Jóns átti markið. Torfi, sem alltaf hefur þótt mjög greindur leikmaður, passaði sig á rangstöðutaktík ice manna. Tók skrefið aftur, sendingin kemur, bamm. Torfi Jónsson þrumar knettinum í netið. Ætlaði lýðurinn að tryllast, enda hefur liðsauka Torfa verið sárt saknað í sumar.

-hálfleikur-

Finnur þjálfari virtist ekki vera sáttur við leik mannsa í hálfleiksræðunni. Var mannsi að spila svona illa, eða var þjálfarinn að beita öfugri sálfræði. Hver veit!. Staðan var 3-0 og vissu menn ekki í hvorn fótinn þeir ættu að stíga. Siggi Steindórs sagðist hafa átt von á klappi á bakið, eða karamellu. En ekki þessu.
Aðferð Finns virkaði. Mannsi tók völdin og eitthvað virtist það fara í taugarnar á ice mönnum. Eitthvað var um pústra, en dómarinn hélt ágætlega utan um leikinn. Ice menn minnkuðu svo muninn með stórkostlegri hjólhestaspyrnu þegar líða tók á seinni hálfleik. Sibbi kom engum vörnum við, og verður þetta að teljast til glæsilegri marka sem sést hefur í utandeildinni. Mannsi stressaði sig ekki, og fiskaði Igor vítaspyrnu. Siggi Þrastar var búinn að panta vítaspyrnu þrem leikjum áður, svo hann steig á punktinn. Þar kom í ljós að fyrir leikinn hafði hann og frændi sinn hann Dabbi hlö ákveðið einhverskonar Thomas Brolin aukaspyrnuvítaspyrnu útfærslu á þessu. Siggi tikkar í boltann og brunar Dabbi inn í teig og þrykkir honum í netið. Þetta var víst bannað og markið dæmt af.
Síðasta mark manns skorar svo hver annar en Bimbi. Þrennan fullkomnuð. Ice menn minnka svo aftur muninn með skallamarki 3 mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 4-2 og mannsinn sáttur.

Einkunnagjöf:


Ármann Jónsson 7.4 virtist ekki komast í takt við leikinn
Arnar Björnsson 8.0 innköstin + sterkar hreinsanir gera hann að mikilvægum hlekk í liðinu
Arnar Kormákur Friðriksson 7.7 vinnuþjarkur
Ásgeir Einarsson 7.5 hefur oft spilað betur
Baldur Hrafn Gunnarsson 7.5 batnandi leikur
Davíð Örn Hlöðversson 7.2 spilaði fínt en fær mínus fyrir vítaspyrnuklúðrið
Elfar Hrafn Árnason 7.6 sterkur leikmaður
Finnbogi Haukur Axelsson 9.1 ótrúleg frammistaða
Hilmar Guðjónsson
8.0 tæklingar hægri vinstri. Harður í horn að taka
Igor Bjarni Kostic
7.8 skilar alltaf betri og betri vinnu. Fiskaði vítið
Jakob Þór S Jakobsson 7.4 framfaririr miklar. Tímasetningar á hlaupum góðar
Kári Helgason
7.5 jaxl
Sigurður Hjörtur Þrastarson
7.3 líður fyrir vítaspyrnuna
Sigurður Páll Steindórsson
7.5 hættulegur á 2. tempói
Sigurjón Ólafsson 8.3 sterkur í loftinu. Hefði mátt gera betur í öðru marki icemanna
Sverrir Bergsteinsson
7.9 skemmtilegur leikmaður
Torfi Stefán Jónsson 8.4 hvað er hægt að segja?

föstudagur, september 02, 2005

Leikur

Mannsi - Fc Ice á sunnudaginn kl 19:30(leiknisvelli).

Nú er lag að klára síðustu leikina með sóma. Fc Reynis-menn halda toppsætinu eftir 3-0 sigur gegn Reisn. Úrslitakeppnin er samt enn raunhæfur möguleiki, því reynismenn eiga markaregn í síðustu umferð. Markaregn þykir ágætis lið og eru þeir á hæla okkar með 19 stig. Til að hafa það á hreinu er bara efsta lið neðri deildar riðlanna sem kemst í úrslitakeppnina, en 3 efstu lið í hinum riðlunum. 2 efstu lið neðrideildarriðlanna færast hins vegar upp um deild.

Leikurinn við nató var fínn. Marktækifærin svona að mestu nýtt. Kobbi, sýndi sambatakta í leiknum, skorði tvö en skyggði á frammistöðuna með skrítnu skoti á marklínu andstæðinganna. Boltinn skóflaðist yfir markið og þar fór þrennan forgörðum.