sunnudagur, desember 31, 2006

Gleðilegt nýtt ár

Mannsi vill óska öllum aðstandendum og aðdáendum liðsins gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári.

miðvikudagur, desember 13, 2006

Æfingar eftir jól

Sælir piltar

það er kominn tími til að rífa þetta andleysi aðeins upp. Ég hef grennslast fyrir um lausa tíma fyrir okkur í Fífunni og Egilshöllinni.

Fífan segir:
"Það eina sem ég hef laust eru hádegistímar (12:00 - 13:00) sem eru á sérstöku tilboðsverði 5,000 kr. klst hálfur völlur og svo tímar kl 23:00 - 24:00 virka daga, en þá kostar hálfur völlur 7,500 en það er klefalaust. Þar á ég laus mánudags, miðvikudags( 1/2) og fimmtudagskvöld (1/2)"

Egilshöllin getur ekki svarað fyrr en eftir helgi en ég reikna fastlega með að það verði bara laust kl 11 eins og venjulega.

Einnig er hægt að tékka á sporthúsinu en það eru minni vellir.

Ef við ætlum að hafa æfingar í Fífunni eða Egilshöllinni þá verðum við að fjölga okkur eitthvað svo þetta verði ekki eins slappt og í fyrra, þannig að hafið augin opin og farið að skáta efnilega leikmenn fyrir Mannsa. Ef við ætlum að leigja hálfan völl og ef mætingin verður eins og í fyrra þá þurfum við að vera um 20 kvikyndi.

Menn hafa einnig verið að viðra þá hugmynd áð "dowgrada" í 7 manna bolta í sumar.


Hverjir ætla að vera með?
Hvað hentar best?
Eruð þið með nýja menn í liðið?
Viljið þið downgrada?

LIFI MANNSI!!!