miðvikudagur, maí 31, 2006

Æfingamál

Það var firnagóð mæting í útihlaupið í gær. Ég, Armani og Selurinn hlupu og Finnur hitti okkur í pottinum. Við ákáðum samt að gera þetta að föstum viðburði og því verður útihlaup á þriðjudögum kl. 20.00 héreftir. Við ákváðum að næsta æfing skuli vera á föstudaginn kl. 17.30.

Hverjir mæta?

mánudagur, maí 29, 2006

Leysi

Andleysi, mannleysi, þróttleysi, áhugaleysi, getuleysi o.s.frv.

Nú er tími aðgerða ef við ætlum að rífa okkur upp af rassgatinu og fara að gera eitthvað í þessum málum.

Æfing a.m.k kosti tvisvar í viku. Útihlaup á morgun þriðjudag kl. 20.00 við Vesturbæjarlaugina. Töflufundur í pottinum eftir hlaupið þar sem farið verður yfir stöðu mála.

Hverjir mæta?

LIFI MANNSI!!!

fimmtudagur, maí 25, 2006

Bolti kl:19 úti á KR

Ætlum að reyna að ná 10 mönnsum í bolta. Ef það tekst ekki fyrir 16:30 verður þessu slaufað. Koma svo Mannsi. Veðrið verður ekki mikið betra en þetta.

miðvikudagur, maí 24, 2006

28. Maí. 21:00 - Henson-Mannsi Framvöllur (A)

Ég vil biðja menn um að staðfesta komu sína í leikinn. Mæting er 20:30. Finnur ætlar að fara yfir leikskipulagið á töflufundi, upphitun og síðan verður fyrirliðinn(Ármann) að halda "pepp talk". Ljóst er að Ármann þarf að taka á honum stóra sínum eftir tap í síðasta leik til að rífa stemmninguna upp.

Kv/stjórn Mannsa

miðvikudagur, maí 17, 2006

Leikur á sunnudaginn kl 21:00 tungubökkum

Opnunarleikur sumarsins er við Marshal. Við tökum einn bolta fyrir þann tíma kl 17:00 á föstudaginn úti á KR. Nú eru flestir búinir í prófum svo við ættum að geta smalað í ágætis samkundu. Ég vil biðja menn um að staðfesta komu sína í leikinn á sunnudag og síðan en ekki síst æfinguna á föstudaginn.

Koma svo MANNSI!!

mánudagur, maí 15, 2006

Gaucho Baldinho

Stjórn Mannsa flaug í gærkvöldi á Tungubakka til að gera úttekt á vellinum. Við tókum nokkrar myndir og lékum okkur í knattsparki í smá stund.

Balli sýndi ótrúlega takta og fádæma skotvísi er hann lék sér að því að taka smá Ronaldinho á þetta. Sem betur fer var myndatökumaður Mannsa með í för og náði að festa þessa snilldartakta á filmu: Gaucho Baldinho

Ég læt nokkrar myndir úr för okkar fylgja:










Og ein af KR að tapa 3-0 fyrir FH

laugardagur, maí 13, 2006

Ekki bolti í kvöld, sunnudag

fimmtudagur, maí 11, 2006

Bleh!

Jæja það er kominn dagsetning á fyrstu umferð.

21. Maí. 21:00 - Mannsi-Marshall Tungubakkar (A)

Er ekki um að gera að hittast e-ð á alvöru grasi fyrir þetta?

Æfing núna á laugardag kl. 19.30 á KR.

LIFI MANNSI!!

miðvikudagur, maí 10, 2006

Æfing

Í gær mættu 8 mannsar ásamt tveim gestaspilurum út á KR. Hörku bolti í góðu veðri. Gat ekki betur séð en að flestir prófnördarnir væru ánægðir að komast út.

Nú er spurning hvort við getum ekki endurtekið leikinn um helgina ef veður leyfir.

Endilega kommenta á hvort menn komist eða ekki.

Viðbót frá Ásgeiri:
Í gær kom einnig upp hugmynd um útiskokk einu sinni í viku. Mér finnst þetta prýðishugmynd. Fínt að taka létt skokk og enda svo í pottinum í Vesturbæjarlauginni.
Hvað finnst mönnum um þetta?

mánudagur, maí 08, 2006

Æfing á morgun?

Hverjir nenna að hittast á einhverjum knattvellinum á morgun þriðjudag og leika knattspyrnu? (Atli, þetta er EKKI staðfest æfing)

þriðjudagur, maí 02, 2006

Æfing

Hvað segja menn um æfingu næsta laugardag kl 17:00.