föstudagur, apríl 28, 2006

Áminning

Æfing á morgun laugardag kl. 17 á KR-velli

fimmtudagur, apríl 27, 2006

Mynd segir meira en þúsund orð

Dragon ríður ekki feitum hesti

"Double or nothing" útspil Dragon-liða bar ekki ávöxt. Vörn Mannsa sá við mjög svo fyrirsjáanlegum sóknaraðgerðum Dragon. Jakob Þór S. J. vonarstjarna Mannsa.

Allt eru þetta fyrirsagnir sem eiga rétt á sér. Leikurinn endaði 2-1(0) okkur í vil. Fyrra markið skoraði markamaskínan Kjartanelli eftir að hafa prjónað sig í gegn um vörn andstæðinganna og potað boltanum í gegn um klof markvarðarins. Slík var hneisan fyrir vörn dragon að einhver þokulúðurinn á bekk þeirra tók sig til og gerði róttækar breytingar. Í stuttu máli var hengdur maður á hið hárprúða tæknitröll (kjartanelli).

Dragon menn fengu vítaspyrnu. Nú voru góð ráð dýr því öllum að óvörum hafði Jakob Þór boðist til að standa á milli stanganna fyrir leikinn. Ferilskrá mannsinns sem markvarðar er vægast sagt rýr og töldu sumir að skynsamlegra væri að gefa mark svo tíminn yrði nýttur betur(enda verðskrá Egilshallar svívirða). Kobbi varði skotið og stóðu Mannsar jaft sem Dragon-menn á öndinni. Eftir leikinn hélt sjórn Mannsa stuttann krísufund þar sem samþykkt var einróma að Kobbi sé orðinn löglegur í marki hvort sem í deild eða bikar.

Seinna mark Mannsa skoraði Geiri graði úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á aðalmarkverði Mannsa honum Kobba. Spyrnan var hnitmiðuð beint, ofarlega og þéttingsfast í markið. Markvörður þeirra kastaði sér og baðaði höndunum með miklum tilþrifum til að reyna að bjarga andlitinu eftir klobbann fyrr úr leiknum. Greinilegt að mikill hugur er í geira fyrir sumarið.

Mannsi átti tvö skot í skeitin og voru alltaf líklegir til að bæta við. Drogon átti sömuleiðs eitt í slá. Síðasta og jafnframt eina mark Dragon var skorað einni sekundu fyrir leikslok. Þokkalegt mark, utanfótar í hornið. Sigurinn var aldrei í hættu.

Einkannir einstakra leikmanna verða ekki birtar fyrir æfingarleiki.

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Æfingaleikurinn!!

Hverjir ætla að mæta?

sunnudagur, apríl 23, 2006

Lýðræðisleg en jafnframt óbindandi kosning

Þar sem að menn virðast ekki á eitt sáttir um hvort að þiggja skuli liðsstyrk Halldórs er lítið annað í stöðunni en að kanna almennt álit mannsa manna um þetta álitaefni.

Samkvæmt óskráðum grundvallarreglum í stjórnskipun Mannsa sem enn eiga eftir að fá staðfestingu í fyrirhugaðri stjórnarskrá er ljóst að kosin stjórn (sem reyndar var ekki kosin) tekur lokaákvörðun um það hverjir skuli vera á leikskrá fyrir hvert tímabil. Við slíka ákvörðun er stjórninni hins vegar skylt að taka tillit til vilja og afstöðu annarra liðsmanna enda slíkt í samræmi við lýðræðislega stjórnarhætti.

Því legg ég til að hver einn og einasti liðsmaður sjái sér fært að greiða atkvæði um hvort að fjölga eigi í leikmannahópi eður ei. Þar sem að eigi er hægt að gæta kosningarreglna félagsins varðandi nafnleynd hér á síðunni vegna hættu á kosningasvindli verður tekinn upp sá háttur að menn senda stutta lína á kjartano@hi.is og láti í ljós álit sitt. Leyfilegt að er skila kjarnyrnti greinargerð með atkvæðinu. Ef menn eru ekki tölvu- eða póstvæddir er einnig hægt að senda atkvæði með sms-skilaboði í símanr. 696-7851. Slík atkvæði verða hins vegar staðfest af kosningarstjóra (i.e. mér) til að koma í veg fyrir ógildingu atkvæðis.

Enn og aftur tek ég hins vegar fram að úrslit kosninganna eru ekki bindandi er stjórnin tekur lokaákvörðun, en samkvæmt meginreglum um birtingu laga og stjórnvaldsákvarðana er henni skylt að birta ákvörðun sína í rökstuddum úrskurði á slóðinni www.mannsi.blogspot.com.

Hvet ég því alla til að nýta kosningarrétt sinn enda varðar þetta mikilvæga hagsmuni liðsins og mikilvægt að sátt fáist í málið.

Niðurstöður kosninganna verða svo birtar innan síðar á síðunni en telja verður að lágmarksþátttaka sé 50% til að kosningin geti haft verulegt vægi.

Kv. Lagaráð og stjórnarskrárnefnd Mannsa Fótboltafélags.

laugardagur, apríl 22, 2006

Ísmaðurinn

F.C. Dragon eru búnir að staðfesta æfingaleik næstkomandi miðvikudag. Þetta er jafnframt síðasti tíminn okkar þetta sísonið í höllinni.

Arnar Þorkelsson hefur verið skipaður formaður í vallarmálanefnd fyrir sumarið. Davíð Örn Hlöðversson er meðstjórnandi. Saman ætla þeir að reyna að redda okkur tíma einu sinni í viku á væntanlegu gervigrasi á Seltjarnarnesi.



Hér sjáið þið flugásinn Baldur Hrafn Gunnarsson lenda með dautt á öðrum hreyfli. Það rennur ís í æðum þessa manns!!!

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Sænskar fréttir


Sælir félagar

Gaman að lesa um gott gengi Mannsa upp á síðkastið og var glæsislegur sigur á FC-Dragon eflaust bara byrjunin á sigursælu sumri.
Héðan frá Svíþjóð er allt fínt að frétta, stífar æfingabúðir Thomas Ravellis eru senn á enda og er ég væntanlegur heim í byrjun júní, án efa í gríðarlegu formi.

Stjórn Mannsa hafði samband við mig áður en ég fór út og bað mig um að hafa augun opin gagnvart efnilegum sænskum leikmönnum og fá þá yfir í Mannsa. Eftir mikla leit þá fannst loksins hin fullkomni Mannsa leikmaður,
Tomas Brolin. Tomme eins ég kýs að kalla hann hefur lítið spilað fótbolta síðustu ár enda mikið að gera hjá honum í veitingahúsarekstri. Tomme á nóg af peningum og mun því spila kauplaust fyrir Mannsa, hann vill hinsvegar fá gúrme mat eftir leiki og svefnaðstöðu, það ætti ekki að vera mikið mál að redda því, einhverjir í liðinu farnir að búa þannig að þeir hýsa hann bara. Hann tók einnig fram að hann vildi ekki æfa, ég sagði að það væri lítið mál það sem það væri lítið um æfingar milli leikja.
Á myndinni hér til hliðar má sjá þegar samningar voru undirritaðir.
Tomme og ég munum væntanlega fljúga saman til Íslands í júní þannig að við sjáumst þá.
Hejdå

mánudagur, apríl 17, 2006

Næsta æfing!

Við eigum 2 tíma eftir í Egilshöllinni og það hefur verið slök mæting á síðustu æfingar. Dabbi hefur boðað komu sína (ótrúlegt en satt) og ég vona að rest mæti.

LIFI MANNSI!!

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Síðasta æfing í hnotskurn

Slök mæting.

Ármann fer á kostum... einmmitt

Selurinn tannbrotnar eftir að undirritaður dúndrar boltanum í smettið á honum.

Finnur tæklar Kjartanelli næstum því með næstum því svaðalegri tæklingu. Kjartan fótbrotnar næstum því. Þetta minnti næstum því á þegar Henke fótbrotnaði hérna um árið.

Það er aldrei lognmolla í kringum Mannsann!!

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Já!

Það verður eitthvað brotfall í boltanum á morgun vegna uppskeruhátíðar Gróttu. Kommi og Dabbi mæta ekki, veit ekki með Sigga Þrastar. Ég og Torfi mætum þó og vonandi rest líka. Ef þið getið reddað varamönnum látið endilega vita.

Síðasti dagur greiðslu var í gær. Nokkrir doktorar eiga enn eftir að borga. Ég bið þá vinsamlegast um að ganga frá þessu sem fyrst.

LIFI MANNSI!!!

föstudagur, apríl 07, 2006

C2H5OH + (ADH) ==> CH3CHO

Hvað ætlar Mannsinn að gera?
C2H5OH + (ADH) ==> CH3CHO

Hvenær?
Á morgun laugardagskvöld kl 20:00

Hvar?
Daltúni 14 Kópavogi

LIFI MANNSI!!!

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Dragon "veldið" kjöldregið af MANNSA 0-2

Nánar útlistun á þessum fyrsta æfingarleik þessarar leiktíðar verður birt síðar.