miðvikudagur, maí 30, 2007

Mannsinn loksins kominn á flug

Öruggasti sigur Mannsa á tímabilinu leit dagsins ljós í blíðskaparveðri í Breiðholtinu er pappakassarnir á Byko-lagernum voru teknir í kennslustund. Leikurinn fór afar rólega af stað og mátti ekki sjá mikinn mun á liðunum fyrstu 5-10 mínúturnar. Er líða tók á hálfleikinn fór Mannsinn hins vegar að sigla fram úr og auka pressuna. Það bar loks ávöxt er Arnar nýtti sér það að markverði Byko manna vantaði nýjan hægri markmannshanska og stökk Björnsson manna hæst í teignum og skallaði boltann af fingurgómum hægri markmannshandarinnar.

Eftir þetta tóku Mannsa-menn öll völdin á vellinum og Bimbi bætti við markasafnið sitt í sumar með tveimur vel afgreiddum mörkum á stuttum tíma. Virðist sem hann sé nú þegar kominn með aðra höndina á þriðja (eða fjórða?) markakóngatitil Mannsa í röð. Sérstaklega í ljósi þess að hans helsti keppinautur í framlínunni, Fabrizio Kjartanaelli a.k.a. Zlatan Kjartanovic, hefur ekki náð sér á strik fyrir framan mark andstæðinganna og var leikurinn í gær engin undantekning, er hann fór illa með 2-3 góð færi.

Í síðari hálfleik var það sama upp á teningnum er Mannsi hélt uppi góðri pressu og hefði hæglega átt að bæti við nokkrum mörkum áður en knár Byko leikmaður náði að skalla framhjá Gísla og minnka muninn. Sigurinn var þó aldrei í hættu og gerðist fátt markvert eftir markið annað en að undir lok leiksins varð Kjartanelli fyrir fólskulegri árás eins Bykostarfsmannsins. Kemur í ljós á næstu dögum hvort að 'Nellí þurfi að fara í uppskurð eða ekki á hnénu og höfða í kjölfarið skaðabótamál á hendur Byko-veldinu á grundvelli vinnuveitendaábyrgðar.

Lokatölur: 3-1

Maður leiksins: Bimbi (ekki annað hægt)

Hvað segja menn svo um að taka eins og eina æfingu fyrir hinn geysimikilvæga bikarleik á sunnudaginn.

Legg til að hún fari fram Fimmtudagskvöldið kl. 20:00 á sparkvellinum á Nesinu.
Hverjir komast?

sunnudagur, maí 27, 2007

Glæsisigur 3-2 á KF Frómas í bikar

Maður leiksins: Combo!! Kári, Bimbi, Siggi Þrastar, Dabbi og Himmi!!... Það fer að styttast í að Orri komist í Mannsi All-star hall of fame. Elli kom sterkur inn. Hreint út sagt frábær sigur á liðinu sem margir telja vera það sterkasta í Carlsbergdeildinni. Búið er að draga í 16-liða úrslit sem verða leikinn næsta sunnudag, en það er við Vinningsliðið.

Næsti leikur er hins vegar við Byko elite á þriðjudaginn kl 20:00. Baldur og Ásgeir verða báðir erlendis svo útnefndur er Kjartanelli til að taka ábyrgð á fylla í lið. Kjartan er árvökull eins og uglan og þess vegna vel að þessu kominn. Ármann er vinsamlegast beðinn um að taka sig saman í andlitinu.

Hverjir komast í leikina? Baldur og Ásgeir verða líka erlendis í næsta bikarleik svo að öll hjálp sem Kjarri fengi við að smala væri vel þegin. Ég hef heyrt að ef hann stressist upp þá leggist krullirnar í slétt.

Leikur kl. 14:00 í dag (27.maí)!!

Bikarleikur í dag við Frómas. Hverjir mæta?

fimmtudagur, maí 17, 2007

Mannsasigur 1-3 á útivelli

Geta ekki verið annað en viðunandi úrslit. Leikur liðsins fer batnandi með hverju skipti og þá vil ég sérstaklega minnast á vörnina. Varnardúettinn Eddi & Arnar, núna teflonpönnurnar, áttu með eindæmum góðann leik og skópu sigurinn. Bimbi var með sín klassísku 2+ en MVP seinustu 2 árin Hilmar Guðjónsson skorði 1. Allir hinir áttu fínann leik.

Sunnudagurinn 20. maí 2007 18:00 Mannsi : FC Ferro

Ferro trónir á toppi riðilsins nokkuð sannfærandi sigra í fyrstu 3 umferðunum.

Hverjir mæta?

þriðjudagur, maí 15, 2007

100% Mannsakarakter

Þann 9.maí síðastliðinn sigraði Mannsi Vinningsliðið 4:3. Leikurinn var á köflum afar spennandi og virtist á tíma sem Mannsi ætlaði að tapa. Í stöðinni 2-3 skoraði Prins Valíant(Geiri) með lúmsku skoti í 3 varnarmenn, markvörð og síðan inn. Nú voru 3 mín eftir og lágu varamenn í grátfaðmlögum við hliðarlínu, slíkur var óttinn við landa ekki sigri. Þá var komið að manninum sem talinn er vera 3 sekúndur á undan öllum öðrum í leikskilningi. Baldur Hrafn Gunnarsson vann boltann vallarhelmingi andstæðinganna og áður en menn gáti dregið andann sendi hann stórkostlega sendingu á markemelinn Bimba sem afgreiddi boltann í netið. Vart þarf að taka fram að Bimbi skoraði þrennu í leiknum. 100% karaktersigur sem minnti óneitanlega á gullaldarárin.
-Eddi er traustur í vörninni. Lofar góðu í sumar.
-Duracell kanínan Ármann Jónsson átti góða spretti en þarf að virkja ógnarhraðann betur.
-Arnar er orðinn burðarstólpi í liðinu.
-Orri er gríðarlegt efni. Stál á miðjunni.
-Kjartanelli mætir eflaust brjálaður í næsta leik enda er Bimbi að stinga af í kapphlaupinu um markakóngstitilinn. Kjartanelli er mjög sterkur leikmaður. Minnir mig orðið á Didier Drogba.
-Gísli var ótrúlegur í markinu. Nauðsynlegur í sumar.

Leikur við (Wink22:00) Kl 19.00 Miðvikudaginn 16. maí Leiknisvelli.

Fylgja þarf eftir sigrinum í síðustu viku. Nú ættu kanónur á borð við Hilmar Guðjónsson og Dabba Hlö að láta sjá sig. Skemmtilegt væri ef Kári Helgason sæi sér fært að styrkja öflugann hóp.
Ef veðrið er gott gæti verið sniðugt að koma með geislaspilara til að ná upp réttri stemningu. Ármann getur þú komið með Bon Jovi safnið?

Hverjir geta mætt?

laugardagur, maí 05, 2007

Mannsatár?

Baldur kom með athyglisvert komment :
"Koma svo Mannsi, rífa þetta í gang. Tár Mannsa lækna krabbamein. Því miður hafa Mannsar aldrei grátið. Aldrei!"

Er þetta satt? Ég hef allavega aldrei grátið eftir stofnun Mannsa og var þó mikill vælukjói fyrir. Nú vil ég fá þetta á hreint. Hefur einhver Mannsamaður grátið síðan félagið var stofnað? Ef tár okkar geta læknað krabbamein, er þá ekki siðferðisleg skylda okkar að finna leið til að mjólka kirtla okkar?

Hverjir mæta í næsta leik á miðvikudag kl 22.00?

föstudagur, maí 04, 2007

Skítaleikur

Já skítaleikur í gær!

Æfing á morgun laugardag kl 16:45.

Hverjir mæta?

þriðjudagur, maí 01, 2007

Fyrsti leikur

Fimmtudagurinn 3. maí 2007 22:00 Premier FC : Mannsi

Ætlar þú að mæta?