miðvikudagur, maí 26, 2004

Sorg!

Mannsi tapar sínum fyrsta leik er FC Fist leggur hann að velli 3-4. Það vantaði nokkra menn og það sýndi sig einkum í varnarleiknum. Helgi Vífill kom þó sterkur inn og kom Mannsa yfir eftir tveggja mínútna leik. Mannsi komst meira að segja í 2-0 eftir stórglæsilegt mark frá Sigga Palla. Síðan koma vægast sagt slakur kafli þar sem Fistarar skoruðu 3 í röð þar af eitt heppnismark úr víti. Bubbi töff náði þó að jafna fyrir hálfleik. Seinni hálfleikur var ekki eins mikil markasúpa þrátt fyrir mörg færi hjá báðum liðum. Helgi Vífill klikkaði síðan úr víti og svo skoruðu Fistarar ólöglegt mark (rangstaða) sem þó var dæmt gilt. Mannsi átti síðan nokur færi fyrir leikslok en inn vildi hann ekki.
Maður leiksins: Sigurður Páll sem var ógnandi, spilaði boltanum vel og skoraði þar að auki stórglæsilegt mark. LIFI MANNSI!!

þriðjudagur, maí 25, 2004

Leikur í kvöld

Mæting kl 7 í kvöld í Laugardalinn. Mikilvægt að menn mæti á réttum tíma svo það er hægt að gíra sig saman. LIFI MANNSI!!

föstudagur, maí 21, 2004

HÆTT VIÐ ÆFINGALEIKINN!!

hætt hefur verið við æfingaleikinn í kvöld!! Látið ALLA vita. LIFI MANNSI!!

fimmtudagur, maí 20, 2004

Æfingaleikur

Æfingaleikur við FC Läder á Ásvöllum á morgun. Mæting kl. 20:00. LIFI MANNSI!!

mánudagur, maí 17, 2004

4-1

Eins og fyrr er greint frá var Mannsi að meta rústið í gær (kvót í Mannsa kóng). Leikurinn þótti gríðargóð skemmtun og varla þurrt kvenmannsklof í stúkunni enda einstaklega kynþokkafullir leikmenn í Mannsa sérstaklega einn Metrósexual nr. 99. Fyrri hálfleikurinn var grútleiðinlegur og öfunda ég þá áhorfendur sem komu í hálfleik því þá byrjaði stórskotahríðinn. Egill setti fyrsta markið eftir mikla baráttu inn í teig. Annað markið setti ákveðinn Finnbogi er hann fékk sendingu frá Balla. Síðan minnkuðu steikurnar muninn með heppnismarki og þá sagði Mannsi hingað og ekki lengra. Kjartan setti glæsilegt mark eftir hornspyrnu frá Geira. Hann missti sig þó aðeins í fagnaðarlátunum og fékk rautt spjald (haha) og er í leikbanni í næsta leik (haha). Ákveðinn Finnbogi lokaði síðan leiknum með mark eftir sendingu frá sófabananum. Varnarleikur Mannsa var það sem stóð uppúr annars frábæru liði. LIFI MANNSI!!

Myndir úr leiknum
WOWOWOWOWOWOWOWOWOWOWO

Mannsi byrjaði mótið stórglæsilega og vann FC Dragon 4-1 og var það aðallega andinn og baráttan ásamt góðri blöndu af ótrúlegum hæfileikum og magnaðri klikkun sem skilaði Mannsa þremur stigum. LIFI MANNSI!! (Nánari greinargerð á leiknum kemur á morgun).

sunnudagur, maí 16, 2004

Ég þarf að skila inn leikmannalista fyrir sumarið og því væri glæsilegt ef þið mynduð skrifa nafn ykkar og kennitölu hér fyrir neðan. Svo er það bara að rústa leiknum í kvöld. LIFI MANNSI!!

föstudagur, maí 14, 2004

Bull

Mannsa hefur verið spáð neðsta sæti í fjölmörgum spám á spjallsvæði sport.is. Sumir segja að við munum verða rockbottom, að vísu var Frakki einn svo góðhjartaður að spá okkur í næstneðsta sæti. Nú er bara að sanna að við séum ekki botnlið. LIFI MANNSI!!
Búningar

Búningarnir eru komnir í hús og eru stórglæsilegir. Nú er bara að mæta galvaskir á sunnudag kl. 20:30 og rústa þessu. Merkið er einnig magnað en gott tré fær ást frá Mannsa fyrir aðstoðina. LIFI MANNSI!!

fimmtudagur, maí 13, 2004

Jájá!

Æfing á eftir kl. 5 útá KR. Þeir se ekki verða búnir að borga búningana kl. 12:30 á morgun verða drepnir. LIFI MANNSI!!

mánudagur, maí 10, 2004

Búningar

Ég fór til herra hensons áðan til að panta búninga og þar kom í ljós að þetta tilboð sem ég fékk var víst bara bull (Hann sagði að það væri bara í Kína). Hann náði samt að sannfæra mig um að kaupa búninga hjá sér enda einkar viðkunnalegur maður. Við fáum treyjuna með merkingum á 2800 afhenta á föstudag (hvorki stullur né sokkar). Þið þurfið því félagar góðir að leggja inn 3000 kr. (auka 200 kallin fer í markmannsgriphanska) inn á reikning minn 0137-26-34259 kt. 1707834259 fyrir föstudaginn því þá þarf ég að borga. Þeir sem vilja deyja mega hins vegar borga seinna. Það væri einnig fínt ef þið gætuð sent mér smáskilaboð í síma 6983854 er þið hafið lagt inn á reikning minn. LIFI MANNSI!!

föstudagur, maí 07, 2004

Kosning

Æfing verður haldin á morgun á háskólatúni kl. 5. Eftir æfinguna verður haldin mjög svo lýðræðisleg kosning í anda forsetakosninganna varðandi búningamál þannig að ef þið vilið láta heyra í ykkur þá verðið þið að mæta. LIFI MANNSI!!

mánudagur, maí 03, 2004

Atli á förum?

Samkvæmt óáreiðanlegum heimildum er talið að forráðamenn Real Madrid hafi ætlað að koma hingað til lands um síðustu helgi. Þar sem hvorki gengur né rekur hjá hinu stjörnuprýdda liði Madridar eru menn þar á bæ farnir að huga að leikmönnum fyrir næstu leiktíð. Talið er að þeir hafi haft augastað á hinum tvítuga og hárprúða Atla Guðbrandssyni leikmanni Mannsa FC . Samkvæmt spænska blaðinu La Marca er þó talið líklegt að kaupin á Atla hafi ekki verið til að styrkja leikmannahópinn sem slíkan heldur til að aðstoða leikmanninn David Beckham en meint ástarsamband hans og Rebeccu Loos þykja yfirmönnum Madridarliðsins ekki boða gott fyrir lokasprettinn í spænsku deildinni og vilja koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig í framtíðinni. Með þessu hefði Atla verið ætlað að fylla skarð breska landsliðsfyrirliðans í fjölmiðlum og þannig villa um fyrir fréttamönnum bresku og spænsku slúðurpressunar.
Þar sem Beckham breytti nýverið um hárgreiðslu frestaðist för Realmanna en þó er talið að Atli komi enn sterklega til greina skyldi Beckham taka upp fyrri greiðslu.
Ekki náðist í Atla vegna málsins en ljóst er að ef Atli skyldi fara frá MANNSA FC yrði það mikil blóðtaka fyrir þá en þeir æfa sig nú grimmt fyrir utandeildina í sumar og ætla sér stóra hluti.

Fréttastofa Mannsa