fimmtudagur, júní 30, 2005

Er áhugi fyrir því að kaupa vindjakka frá Henson merkta Mannsa? Þeir myndu kosta 2900 kr. stykket.

LIFI MANNSI!!!

þriðjudagur, júní 28, 2005

Bolti í kvöld kl. 20 útí KR.

sunnudagur, júní 26, 2005

Sunnudagsleikurinn

Jæja kæru liðsmenn. Í kveld verður leikið við Carpe Diem í 4. umferð deildarinnar. Leikurinn er mikilvægari heldur en flestir leikir okkar hingað til, því við getum annaðhvort stimplað okkur inn í toppbaráttu sumarsins eða lullað í meðalmennskunni. Hinir grísk ættuðu Carpar þykja vera ágætlega spilandi með sterka einstaklinga. Það er ljóst að ekkert nema gamli mannsa-baráttuandinn á eftir að duga til að brjóta lið þeirra niður. Góðar fréttir eru að Atli kemur aftur inn, en spurning með Þór. Liðheildin verður samt alltaf það sem skiptir máli. LIFI MANNSI!!!

Upphitun hefst 20:15 , 20:45 mun þjálfari fara yfir skipulag leiksins og 20:55 mun fyrirliðinn vonandi halda stutta tölu til að blása baráttuanda í brjóst.

Hverjir mæta?

fimmtudagur, júní 23, 2005

Æfing

Hvað segja menn um æfingu annað kvöld?

LIFI MANNSI!!

þriðjudagur, júní 21, 2005

Ég nenni nú ekki að fara að skrifa einhvern pistil um leikinn á sunnudaginn, frekar að einbeita sér bara að framhaldinu. Og því sambandi vil ég benda á að í kvöld kl. 20:00 ætlar mánudagsboltinn að hittast útá KR og hvet ég alla þá mannsa menn að koma sem sjá sér fært um.

sunnudagur, júní 19, 2005

Jæja þá er komið að því , tækifærinu sem við héldum að við fengjum ekki í sumar, þ.e. að niðurlægja dreka-strákana enn einu sinni á knattspyrnuvellinum. Það þarf nú ekki taka það fram að þetta verður án efa að teljast stærsti leikurinn hjá okkur í sumar, enda sæti í sjálfum 16-liða úrsitunum í húfi og þar af leiðandi möguleiki til að leika við lið sem nálgast okkar kalíber.

Algjör skyldumæting kl. 18:50 útá gervigrasið hjá KR.

föstudagur, júní 17, 2005

Æfing kl. 18:00 útí KR á laugardaginn

Létt æfing verður haldin á morgun, daginn fyrir mikilvægasta leik í sögu Mannsa fótboltafélags.

Hverjir komast og hverjir ekki?

mánudagur, júní 13, 2005

Schnilld!!

Mannsi mætir FC Dragon á KR velli næstkomandi sunnudag kl 19:30. Það er algjört möst að hafa æfingu fyrir þennan mikilvæga leik. Það er bongóblíða úti núna og því spyr ég: Hvað segja menn um æfingu í kvöld?

LIFI MANNSI!!!

fimmtudagur, júní 09, 2005

Sigur!

Mannsi vann Sval 2-1. Þór kom okkur yfir með góðu marki. Svalur jafnaði svo leikinn áður en Kjarri bæti öðru við fyrir hálfleik. Þetta var erfiður baráttuleikur sem ég er mjög sáttur við að hafi dottið okkar megin. Til hamingju strákar og takk fyrir leikinn Svalsmenn.

LIFI MANNSI!!!

miðvikudagur, júní 08, 2005

Leikur í kvöld!!

Leikur í kvöld við Sval. Mæting kl 20:20.

LIFI MANNSI!!

mánudagur, júní 06, 2005

Já!

Mannsi sigraði Metró með þremur mörkum gegn einu. Þór kom okkur yfir með góðu marki. Nýliðinn Igor kom svo Mannsanum í 2-0 með ótrúlegu sambamarki. Metrómenn minnkuðu svo muninn fyrir hálfleik. Þór átti þó góðan sprett á síðustu sekúndum leiksins, sólaði hálft Metróliðið og skaut í stöng. Sá rauðhærði var þó fljótur að kveikja á perunni og náði frákastinu og skoraði.

Ég vil nota tækifærið og þakka Metrómönnum fyrir drengilegan leik.

Menn voru að tala um að taka æfingu á þriðjudag klukkan 20:00. Látið vita hvort þið komist eða ekki.

LIFI MANNSI!!

fimmtudagur, júní 02, 2005

Leikir!

Minni á bikarleikinn á sunnudag á Leiknisvelli kl 21:00 á sunnudag. Mæting kl 20:20. Það er einnig leikur næstkomandi miðvikudag kl 21:00 við Sval. Við höfum húsnæði fyrir Teit um helgina ef áhugi er fyrir (látið í ykkur heyra). Einnig væri óvitlaust að halda æfingu í kvöld eða á morgun.

Mér barst eftirfarandi bréf um daginn og ákvað að birta það .

Ég vil lýsa yfir vantrausti við fyrirliðann. Veit með vissu að maður að
nafni Torfi Stefán Jónsson fékk flest atkvæði sem fyrirliði, ef miðað er við hin ýmsu e-mail. Fyrirliðinn er of lítill hvort sem miðað er við hæðeða breidd. Einnig finnst mér hann ömurlegur og heldur með hundleiðinleguliði í enska boltanum (Everton).Ég á mér þann draum að fyrirliðinn skuli vera maður hávaxinnefinlegur,jarpur á hár(eilítið byrjað að lýsast vegna sólar og útiveru). Maðurútitekinn, þreklegur/feitur, en ákveðinn og ekki fylginn sér.Hugsjónamaður en þó á villigötum. Kunn þessi maður vera búsettur íVesturbænum og geta alls ekki með nokkru móti hoppað hæð sína í lofti,allra síst í fullum herklæðum. Þykir hann og vera bráðskarpur, ólatur,vinnusamur mjög og sjálfhverfur, svikull ef best reynist.
kv.Áslákur

Stjórnarformaður hefur ákveðið að reka Áslák úr liðinu vegna meiðyrða.

LIFI MANNSI!!!