miðvikudagur, júlí 25, 2007

Þátttöku Mannsa í úrslitakeppninni verður fagnað í kvöld!

Eftir stórsigur Mannsa á Prins Valiant ("teh ghey") er stefnt að því að fagna því að Mannsi er á leiðinni í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í sögu félagsins, með því að fá sér 1-2 (eða 6) bjóra eftir leik. Býst við að allir taki vel í þetta.

laugardagur, júlí 21, 2007

Mannsi - Boot Camp í bikar

Leikurinn er spilaður kl 18 Sunnudaginn 22.júlí. Þetta er í annað skipti sem leiktími breytist!

sunnudagur, júlí 08, 2007

Mannsi kominn í undanúrslit bikars

Mannsi kláraði leikinn í vítaspyrnukeppni eftir að leikar stóðu 1-1 í lok venjulegs leiktíma. Gullkálfurinn Ármann Jónsson átti þá happadrjúgu hugmynd að æfa vítaspyrnur í upphitun. Rjóminn af helstu skyttum Mannsa voru valdir með tilliti til nákvæmni, skotstyrks og stáltauga. Uppstyllingin var.. í stafrásröð: Balli, Bimbi, Himmi, Siggi Steindórs og Siggi Þrastar.

Siggi Steindórs sýndi að ,,kúbeins'' nafnbótin er engin tilviljun. Hann bauð sig fram til spyrna fyrstur og setti knöttin af 3 metra færi beint í netið. Næstur kom Balli og svo koll af kolli þar sem hver spyrnan var annarri öruggari.

Vendipunkturinn var síðan þegar varamarkvörður Mannsa Siggi Þrastar varði frá andstæðingunum. Bimbi innsiglaði sigurinn og farmiðinn í undanúrslitin var tryggður.

Næsti leikur eru undanúrslitin við Boot Camp Sunnudaginn 22. júlí kl 18:00(staðfest). Allgjör skyldumæting. Allir að mæta!

föstudagur, júlí 06, 2007

Mannsinn skeit á sig (næstum því)

7 Mannsar og einn lánsmaður náðu að leggja botnlið riðilsins með 2 mörkum gegn 1 og voru það Bimbi og Kobbi sem skoruðu mörkin. Ekki glæsileg frammistaða hjá Mannsanum en kannski ekki við öðru að búast þegar einungis 7 menn mæta til leiks. Vona að þetta verði mun betra á sunnudaginn enda annars ljóst að við munum ekki fara í undanúrslitin.

Annars er stefnan að taka létta æfingu í kvöld kl. 18:00 á sparkvellinum á nesinu. Armani er að safna í lið og eru alla vegana fjórir búnir að staðfesta mætingu. Þurfum að ná í 8 manns. Það hlýtur að vera hægt.

Hverjir mæta á æfinguna og hverjir mæta í leikinn á sunnudaginn?