mánudagur, febrúar 27, 2006

Síðasti tími var náttúrulega bara bull!!

Tiago Motta og El Bombos Ballos hafa tilkynnt fjarveru sína í komandi miðvikudagsbolta. Ég vona að aðrir Mannsamenn sjái sér fært að mæta. Annað væri skandall!!

LIFI MANNSI!!!

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Ósanngjarnt!

Svartir hafa dómínerað síðustu leiki. Nú er spurning hvort að hvítir vilji ekki fara að stokka upp í liðunum til að jafna leikinn?

Hverjir ætla að mæta á morgun? Ef menn komast ekki, redda þá knattspyrnumanni fyrir sig.

mánudagur, febrúar 13, 2006

Steik og Herbert Guðmundsson

Jæja hvað segja menn um að hittast, sjá Hebba live og éta steikur?

Herrakvöld Gróttu verður haldið föstudagskvöldið 17.febrúar nk. í Hátíðarsal Gróttu. Maturinn verður ekki af verri endanum, glæsilegt steikarahlaðborð og Herbert Guðmundsson mætir á svæðið.

Húsið opnar kl. 19:00

Borðhald hefst kl. 20:00 - Glæsilegt steikarahlaðborð

Happdrætti með glæsilegum vinningum.

Heiðursgestur er Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarness og mun hann ávarpa veislugesti.

Herbert Guðmundsson mætir á svæðið og tekur lagið.

Miðverð: 3.500 kr. - Miðasala hefst föstudaginn 10.febrúar í afgreiðslu Íþróttahús Seltjarnarnes.

Skemmtilegt kvöld sem enginn má missa af!!

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Bolti á morgun!

Jæja þá er það boltinn á morgun. Ég spái því að hvítir taki svarta að hætti ku klux klan og myrði þá.

Atli er dottinn út úr þessu og ef einhver hefur hugmynd um góðan eftirmann hans er honum velkomið að ræða við stjórnina.