miðvikudagur, maí 27, 2009

Stuðningsmannalandsleikur

Mannsamenn leika stuðningsmannalandsleik við hollendinga 6. júní á Gróttuvelli um hádegisbilið.

mæli með að þið skoðið heimasíðuna þeirra: http://www.oranjefans.nl

Hér eru myndir úr leik þeirra við Skota: http://www.oranjefans.nl/verslag/ned-sch09.htm

þeir virðast vera semi-geðveikir

Látið vita hvort þið verðið með eða ekki. Ef þið þekkið einhverja sem vilja taka þátt endilega látið vita. Það er leikið á stórum velli svo við þurfum pottþétt einhvern liðsauka.

Ég er búinn að senda fyrirspurn til KSÍ um að fá lánaðar landsliðstreyjur.

LIFI MANNSI!!!

mánudagur, maí 25, 2009

þriðjudagsbolti

Hverjir mæta?´
Eigum við ekki að segja klukkan átta (20:00)

miðvikudagur, maí 20, 2009

Mannsi - ÍK Föstudagur kl. 20

Jæja, næsti leikur á föstudaginn kl. 20

Þarf ekki að tvítaka að það er kominn tími á fyrsta sigur sumarsins.

Hverjir mæta?

p.s. Orðrómur er á kreiki að Baldur muni bjóða liðinu upp á barnaís með dýfu takist okkur að vinna.

miðvikudagur, maí 13, 2009

Mannsi - Team Lebowski

Leikurinn er á morgun kl. 22.

Á að vera skyldusigur en það er ekkert gefið eins og spilamennska okkar hingað til hefur gefið til kynna.

Hverjir mæta?

Næstu leikir:

Föstudagur 22. maí
Kl. 20:00 ÍK......................vs..........Mannsi FF

Fimmtudagur 4. júní
Kl. 21:00 Mannsi FF............vs..........Bananar

Miðvikudagur 10. júní
Kl. 20:00 Heiða í Dal...............vs..........Mannsi FF

Miðvikudagur 24. júní
Kl. 20:00 Mannsi FF..............vs..........BOS

og svo er landsleikur við hollenska stuðningsmannalandsliðið laugardaginn 6. júní ef við náum að redda velli.

föstudagur, maí 08, 2009

Mannsi 1 - 3 Íslandspóstur

Mannsi tapaði sínum fyrsta leik í carlsbergdeildarkeppninni. Þrátt fyrir marga jákvæða þætti í leik liðsins er ennþá langur vegur í átt að sambasveiflunni. Sjaldan hafa dauðafæri verið nýtt jafn illa, svo illa að leynivopnið og spútnik fífuboltans Ásgeir Einars var settur í framlínuna. Geiri gerði lítið annað en að kynda undir rökum kjartanellis, að centerinn sé hans einkastaða og að honum verði parkerað fram það sem eftir lifi sumars. Á hinn boginn má segja að Kjartanelli hefur á síðustu misserum ekki framreitt þá gæða knattspyrnu sem hann var þekktur fyrir að leika í dentíð. Vitrir menn tala um að hann renni á rassinum niður af toppi ferils síns sem markaði hápunkt um mitt tímabil 2007.

Íslandspóstur spilaði þolanlega knattspyrnu og nýttu til hins ítrasta þær glufur sem að mynduðust í vörninni. Mannsa til málsbótar er að leikskipulaginu hefur verið breytt úr hefðbundnu 2-3-1 í demantsstílinn 3-2-1. Kerfið mun á endanum skila sér í agaðri varnarleik en æfingaleysi gerir framkvæmd kerfisins ekki hnökralausa. Varnarskipulag af þessu tæi mun framkalla urmul af skyndisóknum þar sem gamla brínið hann Kjartanelli og unggæðingurinn Tóti munu njóta sín.

Aðrir leikmenn gáfu aðeins sýnishorn af þeim leikhæfileikum sem býr í þessu liði. Torfi og Geiri fiskuðu í sameiningu mann útaf með rautt spjald. Ármann átti góða spretti en skóbúnaðurinn hamlar því að hann nái fyllilega að sýna sínar bestu hliðar. Benni hefur sýnt stöðugan leik og er oftar en ekki sá maður sem ógnar mest fram á við. Orri er nátturulega bara á 50% afköstum og spennndi sjá hvort að seltjarnarnestúlípaninn nái að springa út í sumar. Guffon í markinu átti kaflaskiptann leik, varði úr dauðafærum en á meira inni. Ég átti nátturulega frábærar sendingar og sýni trekk í trekk að óeigingjarnari fótboltamann er ekki að finna í þessu liði.

Næsti leikur er fimmtudaginn 14. maí og eigum við von á stórkanónum eins og Sigga steindórs, Ella, Bimba, Örvari og öllum hinum. Ekki láta þig vanta því nauðsynlegt er að koma liðinu á sigurbrautina.

miðvikudagur, maí 06, 2009

Íslandspóstur

Hverjir mæta í leikinn.

Ég þarf því miður að beila á honum.

Fín æfing í gær. Planið er að hafa fastan æfingatíma á þriðjudagskvöldum.

mánudagur, maí 04, 2009

Skítaleikur

Loksins er ég kominn með aðgang að þessari skítsasíðu þar sem enginn þorir að segja hlutina eins og þeir eru. Þegar félagið var stofnað á vordögum ársins 2004 voru væntingarnar miklar, menn sýndu það líka um sumarið að þeir höfðu gaman af því að spila fótbolta. Börðust um hvern bolta og gáfust aldrei upp. Nú eru fimm ár liðin og Mannsamenn eru gjörsamlega áhugalausir.

Fyrsti leikur tímabilsins var skandall út í gegn. Ekki einn einasti leikmaður tilbúinn í þetta. Allir með hugann við hamborgara og franskar eftir leik. Á þessum fimm árum síðan félagið var stofnað hafa menn bætt á sig 5 kg að meðaltali og þá er ég ekki að tala um vöðva heldur viðbjóð. Hér á eftir fylgir leikgreining mín:

Mark: HJÁLP!!!! Bind miklar vonir við endurkomu Gísla, vona þó að hann sé ekki orðinn feitur eins og restin af liðinu. Gengur ekki að hafa sekki eins og Torfa og Geira þarna.

Vörn: Handónýtt drasl. Elli, Torfi, Benni, Gunni og Geiri allir jafn glataðir. Ekkert skipulag og enginn barátta.

Miðja: Höndlum greinilega ekki fyllerí fyrir leik lengur. Siggi slepptu því að mæta næst. Nenni ekki að eyða meiri púðri í þetta.

Sókn: Ekkert í gangi, enginn að skapa neitt. Tóti átti tvö mörk en sást ekkert þess á milli. Aðrir glataðir.

Að mínu mati er þetta búið. Við erum að fara að tapa hverjum einasta leik í sumar og ættum að leggja félagið niður að því loknu. Eini möguleikinn sem við höfum er að leita að innblæstri hjá bestu íþróttaþjóð í heimi. Ef við komumst í hálfkvisti við spretthörku Christine Arron, útsjónarsemi Jackson Richardsons og þokka Alain Bernard eigum við smá glætu á endurreisn. Ef menn hafa ekki vilja til að kynna sér þessa frábæru íþróttaþjóð nánar legg ég til algjöra uppgjöf. Hamborgara og franskar í hvert mál og sjálfsfróun í eftirrétt.

Ég mun kynna franska íþróttamenningu á knattspyrnuvelli Seltjarnarness á morgun (þriðjudag) klukkan 19.30. Hverjir mæta?

Kveðja,
Dr. Pussylover.