föstudagur, maí 30, 2008

Mannsi - Wink 22:00 Kl: 13 á Sunnudag.

Mannsi heiðrar fallnar hetjur
Sibbi.. Oliver Kahn Mannsa




Bimbi.. Predrag Mijatović Mannsa

Allri tilfinningasemi slepptri þá er leikur í bikar á Sunnudaginn kl 13. Mannsi etur kappi við Wink 20:00. Með sigri tryggir Mannsi sér sæti í 8 liða úrslitum. Til upprifjunar lagði Mannsi stórliðið KF Frómas á svipuðu stigi í fyrra. Sá leikur markaði hápunkt í knattspyrnuferli sumra enda var Mannsi eina liðið sem tókst að leggja Frómas þetta árið. Þvílíkur leikur sem endaði síðan í framlengingu þar sem Bimbi skoraði úr aukaspyrnu og tryggði sigur.
Hverjir mæta núna á sunnudaginn?

mánudagur, maí 26, 2008

Mannsi FF 5-0 Mývetningar - walk in the park (Bikarleikur)

Mannsi sigraði í þægilegum leik við Mývetninga. Óslitin sigurför með afskaplega fallega tölfræði til að bakka hana upp. Samanlegt höfum við skorað 13 mörk í þeim 3 leikjum sem við höfum spilað en ekki fengið á okkur nema 3. Tölurnar tala sínu máli. 4,33 skoruð mörk að meðaltali verður að teljast ásættanlegt, þó alltaf megi gera betur.
Mætingin var eins og venjulega hæfileg en bar hæst endurkoma Ármanns. Mikið talent, mikill karakter.

Enga paparazza TAKK!


Mývetningar byrjuðu leikinn að vísu betur. Þegar fór að síga á seinni hluta fyrri hálfleiks sendi Tóti inn á Kjartanelli sem afgreiddi boltann af mikilli yfirvegun í netið. Stuttu síðar var brotið á Kjartanelli. Balli tók aukaspyrnuna og þrumaði knettinum í markið. Makalaust allveg. Lætur allar gagnrýnisraddir um sjálfsmarksklúður í síðasta leik sem vind um eyru þjóta enda væri annað fjarstæða.

Geiri hefur greinilega legið í teiknimyndasögunum um fótboltahetjuna Hemma Gunn og töfraskóna. Allt var eins og stæði kyrrt þegar Geiri lét skot ríða af á miðju... Kannski vegna þess að það var laflaust. Við getum sagt að boltinn hafi rúllaði rösklega í átt að marki Mývetninga. Þessi útfærsla reyndist sálartetri markvarðar mývetninga um of og lagðist hann ringlaður í grasið, fálmandi eftir boltanum sem lak á endanum yfir hann. Sannkallað undramark og ekki eitthvað sem maður sér á hverjum degi.


Geiri fagnar


Næstu 2 mörk voru skoruð af kjartanelli og Balla.

Vörnin með Gísla(n.b. maður leiksins) í fararbroddi sannaði enn og aftur styrk sinn. Örvar pottþéttur á miðjunni og síðan restin að batterýinu að gera gott mót.

Næsti leikur í bikar verður 1. júní við wink 22:00 kl 13. Miðað við gengi þeirra ætti Mannsi á ná nokkuð auðveldlega inn í 8.liða úrslit.

Winning formula



laugardagur, maí 24, 2008

Mannsi 4 - 1 Marel

Baráttan heldur áfram. Mannsi sendi með sigrinum skýr skilaboð til c-riðils um að hér séu á ferðinni einir af máttarstólpum deildarinnar.
Aðdragandinn að leiknum var með hefðbundnara móti. Skilaboð voru sett á Mannsasíðuna, menn skráðu sig og síðan var mætt kl 21:30 upp á leiknisvöll. Kjartanelli stjórnaði upphitun af einstakri samviskusemi og var hitastigið á leikmönnum farið að nálgast suðumark þegar dómarinn flautaði til leiks.
Án þess að fara í smáatriði þá domíneraði Mannsi leikinn. Arnar og Jónsi sýndu mikinn styrk í vörninni og hefur leikstíll Mannsa nú breyst úr kæruleysislegum sóknarbolta með keim af sirkhússtemningu yfir í alhliða sóknarbolta með keim af sirkhússtemningu. Mörkin í leiknum voru skorðu af Jóa, Arnari en Kjartanelli setti tvö. Vert er að minnast á mark Arnars sem var af ca. 20 m færi beint í samskeytin.

Goðsögnin snýr aftur- saga um ungann mann sem skildi allt eftir og gerðist sóknarmaður.
Kjartanelli er snúinn aftur í stöðuna sem guð skapaði fyrir hann, sóknarstöðuna. Þörfin fyrir skorðu marki slokknar ekki og vildi hann helst skora svo mörg að netið sundraðist í frumeindir. Skjálftann í fótum kjartanelli verður að svala og má dagsskammturinn ekki fara mikið niður fyrir 3 mörk.
Kjartanelli átti stórleik og sýndi fyrir fullt og allt að hann hefur í raun alltaf verið oddurinn á hinu gríðarstóra sverði sem að Mannsi er. Kjartanelli lék sér af lánlausum varnarmönnum Marels og setti tvö góð mörk.
Bikarleikur, Sunnudag kl 18 við Mývetninga.
Hverjir mæta?

Bolti kl 16 í dag úti á KR

þriðjudagur, maí 20, 2008

Mannsi FF-Marel

Fimmtudaginn 22. maí verður leikið við Marel. Leiktími er áætlaður kl 22 en mælst er til að leikmenn mæti 21:30 í upphitun sem Kjartanelli stjórnar.

Hverjir mæta?

Það gekk ekki upp að kaupa nýja henson búninga. Arnar fann þessa veglegu nike búninga, settið er á 5 þúsund kjell og mér líst helvíti vel á þá. Ég þarf að fá samþykki ykkar sem og númer og stærðir. Legg til að öll númer séu laus en gamlir Mannsar fá forgang á sín gömlu númer. Ég vil helst fara að kaupa búninga á morgun þannig að þið hafið kvöldið til að ákveða ykkur.

laugardagur, maí 17, 2008

Ármann

Bróðir minn reyndi einu sinni að aflita á sér hárið til að líta út eins og Eminem.
Ég held að Ármann sé að reyna svipaða hluti.



Við sjáum í gegnum þetta Ármann!!

fimmtudagur, maí 15, 2008

Fótbolti á laugardaginn

Allir að mæta í bolta kl 15 úti á KR á laugardaginn. Mætingarskylda.. Geiri verður með svarta kladdann með sér.

miðvikudagur, maí 07, 2008

Mannsi siglir inn í leiktíðina 2008 með 4-2 sigri á Kumho Rovers

Fréttahaukurinn Baldur Hrafn segir frá:

Þau undur og stórmerki urðu á Leiknisvelli í gær þegar Mannsi sigraði opnunarleik tímabilsins á nokkuð sannfærandi hátt, að minnsta kosti tölulega séð. Það hefur ekki tekist síðan liðið var stofnað árið 2004.
Andstæðingarnir voru engir aðrir en Kumho Rovers sem komu fyrir sjónir sem blanda af vörubílstjórum og selfissingslegum veðhlaupahestum.
Með brotthvarfi nokkurra lykilleikmanna af síðasta tímabili var í raun ómögulegt að segja um hvernig gengi. Himmi, Bimbi og Orri fóru á frjálsri sölu ala Mathieu Flamini og fannst sumum með því stórt skarð hoggið í uppstillingu Mannsa. Þeir efasemdarmenn hafa ekki skilning á þeirri hefð sem nafnið Mannsi hefur á bak við sig. Þessu dúlúðlega gangverki sem slær taktfast í átt til sigurs.
Það sem stakk blaðamann helst í augun þegar mætt var upp á leiknisvöll var að vel flestir leikmenn voru mættir hálftíma fyrir leik að hita upp. Það hefur ekki gerst síðan Mannsi spilaði sinn fyrsta leik árið 2004.
Til leiks voru kynntir 5 nýjir leikmenn, en þeir voru: Benni, Jói, Jónsi, Núsi og Tóti. Allir nema einn vel kynntir og miðað við frammistöðuna í leiknum miklir happafengir.
Uppstillingin á liðinu kom í sjálfu sér ekki á óvart. Hinu þrautreynda 2-3-1 kerfi var beitt og með hjálp tölvutækninnar sýni ég myndrænt hvernig þetta leit út.->
Á bekknum byrjuðu Jónsi, Núsi og Tóti.
Þegar til leiks var flautað virtist sem fyrir leikmönnum Kumho væri það aðeins formsatriði að afgreiða Mannsa. Leikmenn á bekk Kumho, sem voru varla færri en fimmtán, sötruðu bjór í mestu makindum og létu fara vel um sig.
Nokkuð jafnræði var á liðnum í byrjun leiks og fór spilið að mestu fram á miðjusvæðinu. Nokkur tími fór í að aðlagast stærð vallarins eftir að hafa spilað quarterball í allann vetur.
Á 14 mínútu dró til tíðinda þegar rauðhærði tuddinn hann Jói skoraði eftir klafs í teignum. Staðan 1-0. Gott mark sem kórónaði stíganda hans í allann vetur.
Að sjálfsögðu eru öll mörk sem skoruð eru á Mannsa ljót og á því var engin undantekning í þessum leik. Stuttu eftir hið glæsilega mark Jóa hrökk boltinn af varnarmanni Mannsa í átt að Kumho sem endaði með skoti og mark. Staðan 1-1. Örvar, maður sem er líklegur til að skrifa nafn sitt í sögubækur Mannsa, tók þá öll völdin á miðjunni. Menn gláptu á með forundran er hann saumaði sig fimlega í gegn um vörn kumho og gaf á Tóta sem smellti honum í netið. Tóti er eðal striker sem margir spá að eigi eftir að hreppa titilinn nýlið ársins 2008, jafnvel markakóngur. Staðan 2-1. Kumho skorar síðan í kjölfarið. staðan 2-2. Líða fer undir lok seinni hálfleiks þegar Örvar tekur við boltanum á miðjunni, og hinn geysi sprettharði Baldur tekur þverhlaupið. Örvar sendir inn í eyðuna og Baldur afgreiðir boltann á mjög svo tignarlegann hátt. Staðan 3-2.
Í seinni hálfleik settust Mannsar niður í skotgrafirnar. Arnar, Ásgeir, Benni, Jónsi og Núsi skiptust á að stjórna vörninni af mikilli list. Óvenjulegt var að sjá markahrókinn Geira taka á sig þetta mikla ábyrgðarhlutverk og fór það honum vel. X-factor sumarsin hlýtur að vera Benni en hann sýndi lipra takta og er greinilega treystandi fyrir stöðu innan liðsins. Arnar þekkja allir og vita að varnarskilningur hans er flestum ofar. Jónsi er nautsterkur og Núsi er sennilega tæknilegastur af þeim. Gísli átti stórleik í markinu og er nauðsynlegur ef vegur Mannsa á að vera sem mestur í sumar.
Síðasta markið kom síðan eftir hnitmiðaða stungusendingu Örvars inn fyrir vörn Kumho, þar sem Baldur kom á ferðinni og setti boltann í fjær. Lokatölur 4-2. Glæsilegur sigur á liði sem á að vera með þeim sterkari í riðlinum.
Allir leikmenn fá 8,6.
Enn eiga stórstjörnur eftir að bætast í hópinn. Kjartanelli á harm að hefna eftir markaþurrð síðasta sumar. Til marks um að hann hefur helgað hug sinn fótboltanum lagði hann af stað til hinnar sönnu mekku fótboltans, Ítalíu, til að finna aftur sitt passione. Siggi Steindórs er í þrusuformi eftir heldu óvægna gagnrýni síðasta sumar um holdarfar sitt. Dabbi Hlö ætti síðan að fara að detta inn og ég er ekki frá því að með þessari nýliðun í bland við gömlu hetjurnar eigi liði eftir að spila betri fótbolta en áður hefur sést.
Frá fréttadeild Mannsa, Baldur Hrafn.

sunnudagur, maí 04, 2008

Fyrsti leikur

Fyrsti leikur sumarsins er á þriðjudaginn kl 21 á Leiknisvelli. Mannsar sem mæta ekki en eiga búning þurfa að lána þá. Við förum svo í búningakaup fyrir næsta leik.

Hverjir ætla að mæta?

LIFI MANNSI!!

laugardagur, maí 03, 2008

Staðfest

Bolti kl 16 á einum af knattspyrnuvöllum KR.