laugardagur, desember 24, 2005

GLEÐILEG MANNSAJÓL!!!

LIFI MANNSI!!!

þriðjudagur, desember 20, 2005

Upplýsingar takk

Ég er búinn að setja inn síður með upplýsingum um leikmenn. Það eina sem mig vantar eru upplýsingarnar. Svarið því spurningunum samviskusamlega og sendið mér á ase4@hi.is Ég ákvað líka að Bimbi væri hinn staðlaði leikmaður Mannsa. Ef þið viljið ekki hafa mynd af Bimba á síðunni ykkar megið þið gjarnan senda mér mynd af ykkur. Annars mætir maður sjálfsagt með myndavélina á einhverja æfinguna eftir áramót.

LIFI MANNSI!!!

þriðjudagur, desember 13, 2005

Spurning dagsins

Á þessi maður launson í efnilegasta fótboltaliði landsins?

þriðjudagur, desember 06, 2005

Stjórnarfundur

Hinn mánaðarlegi stjórnarfundur var haldinn á American style. Mættir voru Ásgeir(formaður), Ármann(Gjaldkeri), SiggiSt(PR fulltrúi) og ég(meðstjórnandi). Farið var yfir stöðu fjármála Mannsa og ýmiss mál sem hafa verið í brennidepli. Ármann rak smiðshöggið á ákvörðun varðandi innanhúsknattspyrnuna eftir áramót. Nauðsynlegt þótti honum að spilað yrði í Egilshöll, því hún væri á besta stað í bænum.
Skeggrætt var um nauðsyn þess að fá sponsor inn í fyrirtækið til að létta á fjárhagslegum skuldbindingum mannsamanna. Talið barst að leiðum til að vekja áhuga í heimasíðu Mannsa til að laða að auglýsendur. Nokkrar misgóðar hugmyndir voru viðraðar á fundinum t.d. að láta kobba sitja fyrir í Bleiku&Bláu undir fyrirsögninni ,, Þegar góður mannsi, verður óþekkur mannsi'' svo eitthvað sé nefnt. Ármann eyddi síðan síðustu 15 mín í að reyna að sannfæra stjórnarmeðlimi um að Frakkar og Brassar væru óskup svipuð knattspyrnulið að styrkleika.

Til hamingju Kjartan!

Fyrir þá sem hafa ekki frétt af því þá átti fáheyrður atburður sér stað síðasta laugardag. Kjartan Ólafsson skoraði tvö stórglæsileg mörk fyrir Liverpool. Fyrra markið minnti þónokkuð á snúningsvippuna hans Ármanns hér um árið.

LIFI MANNSI!!

sunnudagur, desember 04, 2005

Snilld!

Fyrsti leikur Mannsa. Tókum F.C. Dragon í kennslustund og Kjarri fékk rautt fyrir að fara úr treyjunni.



LIFI MANNSI!!