föstudagur, apríl 30, 2004

Líkleg niðurröðun!

Uppkast að leikjaniðurröðun fyrir sumarið er komin og samkvæmt henni er fyrsti leikur 16. maí við F.C. Dragon
LIFI MANNSI!!

Búningar!

Ég spurðist fyrir um búninga hjá Henson og Sportey sem er styrktaraðili utandeildarinnar. Hjá Henson fáum við settið á 2950 (treyja, stuttbuxur og sokkar) hvert áprentað númer kostar 330 kr. Hjá Sportey myndi samskonar sett kosta 3348 kr. eða bara treyjur á 1588 kr. stykkið. Það væri fínt ef að þið mynduð tjá ykkur um þetta mál og einnig varðandi útlit búninganna. LIFI MANNSI!!

fimmtudagur, apríl 29, 2004

SIGUR!

Mannsi spilaði vel í gær og sigraði steikurnar í F.C. Dragon 2-1 í miklum baráttuleik. Mannsi byrjaði betur og átti fjölmörg færi í fyrri hálfleik. Dragon komst hins vegar yfir með heppnismarki snemma í seinni hálfleik. Mannsi var þó ekki lengi að svara fyrir sig og skoraði Bimbi laglegt mark eftir góða sendingu frá Atla. Það var síðan Atli sem batt endahnútinn á þetta og skoraði glæsilegt sigurmark 10 mín fyrir leikslok eftir sendingu frá Kjartanelli. Í millitíðinni hafði Geiri nælt sér í gult spjald fyrir mjög snyrtilega sólartælingu á boltalausan markmann. Allir léku vel og Ármann skemmti sér einstaklega vel á kantinum. Maður leiksins var Davíð. Hann sýndi góðan og þroskaðan leik fyrir miðju varnar og það er greinilegt að hann er mikilvægur hlekkur í Mannsa. LIFI MANNSI!!

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Stórleikur í kvöld!

Mannsi spilar við steikurnar í F.C. Dragon kl 22:30 í Egilshöll! (mæting 22:00)
LIFI MANNSI!

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Þá er það staðfest!

Mannsi mun tröllríða fótboltaheiminum í sumar! LIFI MANNSI!!