fimmtudagur, júlí 29, 2004

2 - 2!

Fyrsta jafnteflið í sögu Mannsa leit dagsins ljós í gærkvöldi í Laugardalnum í skítaveðri. Mannsinn komst 2-0 yfir snemma leiks með mörkum frá Sigga Þrastar og vallarstjóra knattspyrnuvallarinns á Valhúsahæð. (er maskínan að komast í gang?). Það var gaman að sjá að miðjuspilið hjá okkur komst í gang. Þetta eru kannski sanngjörn úrslit en við fengum nokkur færi sem við hefðum getað klárað og endað uppi sem sigurvegarar.En lífið er tík og svona endaði þetta. Ég vil hrósa sinnepinu fyrir einstaklega löglega og skemmtilega tveggjafótasólatæklingu sem lífgaði uppá seinni hálfleikinn. Einnig vil ég koma á framfæri þakklætis til Markaregns fyrir güðan leik. LIFI MANNSI!!

miðvikudagur, júlí 28, 2004

Spiel heute abend!

Mannsi spielt Markaregn in Laugardalur heute abend. Alle Spieler sollten bei 20:15 oben darstellen. Leben Mannsi!!

sunnudagur, júlí 25, 2004

Mannsi?

Já Mannsi er fullur í kvöld

mánudagur, júlí 19, 2004

Snilld

Mannsi sigraði í glæsilegum og fjörugum leik á móti spræku liði Nings 5-3. Þór opnaði markareikning sinn og skoraði gott mark snemma leiks. Davíð sýndi síðan gríðarmikið öryggi og skoraði úr tveimur vítum í röð (taldi þó aðeins sem eitt mark) og staðan tvö núll og hálfleikur. Mannsi ákvað að koma í seinni hálfleikinn af krafti og það tókst vel því Kjarri skoraði glæsilegt mark í byrjun hans og nánast tryggði sigurinn. Þá skorauðu Ningsarar mark og Mannsi varð brjálaður og bætti tveimur mörkum við. Þar voru að verki tveir framherjar sem höfðu verið líkt við Jan Koller og Milan Baros fyrir leikinn og stóðu undir þeim væntingum. Staðan semsagt 5-1 og Mannsi með unnin leik í höndunum. Mannsi fór þá að slaka nokkuð á og það nýttu Ningsarar sér og skoruðu tvö verðskulduð mörk. En Mannsi stóð uppi sem sigurvegari!
Allir Mannsar voru góðir í þessum leik, Þór og Kjarri voru góðir frammi og ekki má gleyma Bimbanum sem sólaði 8 menn Nings innan og stóð allan tímann á sama fermetranum. Arnar sýndi einnig gríðarmikið öryggi í bakverðinum. Eina sem ég hefði viljað sjá í viðbót var önnur snúningsvippa í skeytin frá Ármanni til að sýna að þetta hafi ekki verið lukka í síðasta leik.
Ég ætla líka að vekja athygli á æfingaleiknum á morgun þriðjudag klukkan 19:00. Hann er í klukkutíma og það er mikilvægt að allir mæti og eru tilbúnir að hefja leik klukkan 19:00 til að nýta tímann sem best. Og þar sem þeir eru í nánst eins búningum og við þá væri fínt ef allir gætu mætt í hvítum treyjum.
LIFI MANNSI!!

fimmtudagur, júlí 15, 2004

Leikur í kvöld

Mæting klukkan 19 í Laugardalinn. LIFI MANNSI!!

þriðjudagur, júlí 06, 2004

Loksins!!

Mannsi sýndi loksins sínar réttu hliðar og vann kóngana (vælukjóana) 4-1. Siggi opnaði flóðgáttirnar með marki snemma leiks og svo bætti Ármann við marki með ótrúlegri snúningsvippu yfir kúluna í markinu. Mannsi var mun meira með boltann og stjórnaði leiknum í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik var Mannsi hins vegar í vandræðum og náðu Kóngarnir að minnka muninn í 2-1. En þá skoraði Atli mjög mikilvægt mark eftir að hafa stungið sér inn fyrir rangstöðugildru Kónganna. Dabbi kórónaði síðan leikinn með stórkostlegu marki beint úr aukaspyrnu. Kóngarnir voru mjög prúðir og vældu yfir öllu sem gerðist í leiknum og hótuðu m.a. lífláti og beinbrotum. Ég mæli með því að þeir snúi sér að homma íþróttum eins og t.d. badmintoni LIFI MANNSI!!